Þrátt fyrir mikla gagnrýni úr öllum áttum vegna framkomu hans eftir úrslitaleik HM kvenna, þar sem hann kyssti meðal annars Jennifer Hermoso á munninn, ætlar Rubiales ekki að segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Hann gegnir starfinu þó ekki sem stendur þar sem FIFA dæmdi hann í níutíu daga bann frá fótbolta.
Ef Rubiales gerir það sem flestir vilja að hann geri og stígi til hliðar er allavega einn kandítat kominn til að taka við af honum. Það er dómarinn fyrrverandi, Antonio Mateu Lahoz. Marca greinir frá þessu.
Lahoz lagði flautuna á hilluna í vor. Hann var lengi einn fremsti dómari heims og dæmdi meðal annars úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2021. Lahoz var ekki allra en hann þótti sjaldaglaður með afbrigðum og mjög spjallglaður.
Lahoz er allavega kominn með eitt nýtt starf eftir að ferlinum lauk en hann verður sérfræðingur Movistar+ um dómgæslu í umfjöllun þeirra um Meistaradeildina í vetur.