„Upplifði hliðar á Gylfa sem ég hafði ekki séð áður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2023 08:01 Freyr Alexandersson er þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, kveðst stoltur af Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni liðsins. Hann og félagið muni aðstoða Gylfa Þór við að komast aftur inn í rytmann sem fylgir atvinnumennsku í fótbolta eftir tveggja ára útlegð hans frá íþróttinni. Gylfi samdi við Lyngby í gær en hann hefur æft með félaginu um nokkurt skeið. Freyr segir Gylfa vera á fínum stað líkamlega og bæti sig með hverjum deginum en hann meiddist lítillega þegar hann æfði með Val hér heima fyrr í sumar. „Hver dagur er fram á við og litlir sigrar á hverjum degi. Gylfi er náttúrulega mjög vel byggður og í góðu standi. Það er ekkert mikið áhyggjuefni. Þetta snýst um smá leiðindameiðsli á hæl sem hann þarf að díla við, sem hefur gengið mjög vel,“ segir Freyr Alexandersson, nýr þjálfari Gylfa hjá Lyngby. Gylfi hafi æft af miklum móð síðustu daga. „Hann er búinn að vera að æfa sex til sjö tíma á dag, bæði í meðhöndlun og líkamlegri þjálfun. Í dag æfði hann í fyrsta skipti á grasi með okkur, hann var ekki alveg á fullu með okkur, en á grasi og það er bara flott skref fram á við. Svo bætum við í dag frá degi,“ segir Freyr. Ekki spilað í rúm tvö ár Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Andlega hliðin jafn mikilvæg þeirri líkamlegu Freyr segir mikilvægt að hlúa að andlegri hlið Gylfa eftir þessar raunir. Hann kveðst stoltur af því hvernig Gylfi hefur tæklað aðstæður. „Það er eins með Gylfa og alla aðra að maður þarf sem þjálfari alltaf að passa upp á manneskjuna og bera virðingu fyrir því hvar þeir eru staddir í lífinu hverju sinni. Ég hef átt góð samtöl við Gylfa og er afar stoltur af honum og hvernig hann hefur unnið í sínum málum af ótrúlegri auðmýkt og æðruleysi,“ segir Freyr. „Þegar ég átti mitt samtal við hann þá upplifði ég hliðar á honum sem ég hafði ekki upplifað áður, á jákvæðan hátt. Hann hefur nýtt þennan tíma eins vel og kostur er á, unnið vel í sjálfum sér og er í góðu jafnvægi,“ segir Freyr sem segir hann og félagið aðstoða Gylfa við að aðlagast það sem kemst nær lífi hans fyrir handtökuna á ný. „Við erum meðvitaðir um að nú kemur nýtt áreiti inn í líf hans aftur og áreiti sem hann þekkir. Við þurfum að undirbúa hann undir það og hjálpa honum að komast inn í hlutina aftur, alla þessa athygli sem fylgir þessu,“ segir Freyr. Sjá má ummæli Freys í spilaranum að neðan. Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Gylfi samdi við Lyngby í gær en hann hefur æft með félaginu um nokkurt skeið. Freyr segir Gylfa vera á fínum stað líkamlega og bæti sig með hverjum deginum en hann meiddist lítillega þegar hann æfði með Val hér heima fyrr í sumar. „Hver dagur er fram á við og litlir sigrar á hverjum degi. Gylfi er náttúrulega mjög vel byggður og í góðu standi. Það er ekkert mikið áhyggjuefni. Þetta snýst um smá leiðindameiðsli á hæl sem hann þarf að díla við, sem hefur gengið mjög vel,“ segir Freyr Alexandersson, nýr þjálfari Gylfa hjá Lyngby. Gylfi hafi æft af miklum móð síðustu daga. „Hann er búinn að vera að æfa sex til sjö tíma á dag, bæði í meðhöndlun og líkamlegri þjálfun. Í dag æfði hann í fyrsta skipti á grasi með okkur, hann var ekki alveg á fullu með okkur, en á grasi og það er bara flott skref fram á við. Svo bætum við í dag frá degi,“ segir Freyr. Ekki spilað í rúm tvö ár Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Andlega hliðin jafn mikilvæg þeirri líkamlegu Freyr segir mikilvægt að hlúa að andlegri hlið Gylfa eftir þessar raunir. Hann kveðst stoltur af því hvernig Gylfi hefur tæklað aðstæður. „Það er eins með Gylfa og alla aðra að maður þarf sem þjálfari alltaf að passa upp á manneskjuna og bera virðingu fyrir því hvar þeir eru staddir í lífinu hverju sinni. Ég hef átt góð samtöl við Gylfa og er afar stoltur af honum og hvernig hann hefur unnið í sínum málum af ótrúlegri auðmýkt og æðruleysi,“ segir Freyr. „Þegar ég átti mitt samtal við hann þá upplifði ég hliðar á honum sem ég hafði ekki upplifað áður, á jákvæðan hátt. Hann hefur nýtt þennan tíma eins vel og kostur er á, unnið vel í sjálfum sér og er í góðu jafnvægi,“ segir Freyr sem segir hann og félagið aðstoða Gylfa við að aðlagast það sem kemst nær lífi hans fyrir handtökuna á ný. „Við erum meðvitaðir um að nú kemur nýtt áreiti inn í líf hans aftur og áreiti sem hann þekkir. Við þurfum að undirbúa hann undir það og hjálpa honum að komast inn í hlutina aftur, alla þessa athygli sem fylgir þessu,“ segir Freyr. Sjá má ummæli Freys í spilaranum að neðan.
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti