Íbúar Hong Kong búa sig undir það versta Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 11:57 Áður en það byrjaði að dimma í Hong Kong voru götur þessarar einnar þéttbýlustu borgar heim næstum tómar. AP/Daniel Ceng Talið er að fellibylurinn Saola geti valdið miklum skaða á Hong Kong þegar hann fer þar yfir í dag. Íbúum hefur verið gert að búa sig undir það versta. Óttast er að sjór muni flæða inn á land en spár segja að sjávarstaða verði minnst fimm metrum hærri en venjulega. Þá er búist við hvössum vindi, um 58 metrum á sekúndu, og hviðum sem ná í allt að áttatíu metra á sekúndu. Samkvæmt frétt South China Morning Post var fyrirtækjum, skólum og stofnunum í borginni lokað í morgun og fólki gert að halda sig heima. Þá hefur öllum flugferðum til og frá eyjunni verið frestað og það sama á við lestaferðir. Fregnir hafa borist af lögnum biðröðum við verslanir þar sem hillur eru sagðar hafa verið tæmdar en einnig munu hafa myndast biðraðir við bílastæðahús, þar sem íbúar reyndu að koma farartækjum sínum í öruggt skjól áður en óveðrið skall á. Veðurstofa Hong Kong hefur gefið út svokallað T9 viðvörun, sem er sú næst alvarlegasta hjá stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni stofnunarinnar að til greina komi að hækka aðvörunarstigið í T10, haldi fellibylurinn áfram að styrkjast. Íbúar söfnuðu nauðsynjum í aðdraganda þess að fellibylurinn fer framhjá Hong Kong.AP/Daniel Ceng Talið er að ástandið verði hvað verst um miðnætti að staðartíma, sem er klukkan fjögur að íslenskum tíma. Þá á auga Saoloa að vera í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Hong Kong. High tide in 2hrs - wind starting to veer and come off the water #typhoon #saola pic.twitter.com/IOLmNa5tCF— James Reynolds (@EarthUncutTV) September 1, 2023 Some hefty gusts of wind starting to hit my location in Heng Fa Chuen #typhoon #saola pic.twitter.com/zx3EaOOVYw— James Reynolds (@EarthUncutTV) September 1, 2023 Category 4 equivalent Typhoon #Saola with sustained winds of 140 mph and gusts to 170 mph headed straight for Hong Kong. One of the most densely populated places in the world. pic.twitter.com/9viSrlhrYu— Colin McCarthy (@US_Stormwatch) September 1, 2023 Hong Kong Veður Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Óttast er að sjór muni flæða inn á land en spár segja að sjávarstaða verði minnst fimm metrum hærri en venjulega. Þá er búist við hvössum vindi, um 58 metrum á sekúndu, og hviðum sem ná í allt að áttatíu metra á sekúndu. Samkvæmt frétt South China Morning Post var fyrirtækjum, skólum og stofnunum í borginni lokað í morgun og fólki gert að halda sig heima. Þá hefur öllum flugferðum til og frá eyjunni verið frestað og það sama á við lestaferðir. Fregnir hafa borist af lögnum biðröðum við verslanir þar sem hillur eru sagðar hafa verið tæmdar en einnig munu hafa myndast biðraðir við bílastæðahús, þar sem íbúar reyndu að koma farartækjum sínum í öruggt skjól áður en óveðrið skall á. Veðurstofa Hong Kong hefur gefið út svokallað T9 viðvörun, sem er sú næst alvarlegasta hjá stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni stofnunarinnar að til greina komi að hækka aðvörunarstigið í T10, haldi fellibylurinn áfram að styrkjast. Íbúar söfnuðu nauðsynjum í aðdraganda þess að fellibylurinn fer framhjá Hong Kong.AP/Daniel Ceng Talið er að ástandið verði hvað verst um miðnætti að staðartíma, sem er klukkan fjögur að íslenskum tíma. Þá á auga Saoloa að vera í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Hong Kong. High tide in 2hrs - wind starting to veer and come off the water #typhoon #saola pic.twitter.com/IOLmNa5tCF— James Reynolds (@EarthUncutTV) September 1, 2023 Some hefty gusts of wind starting to hit my location in Heng Fa Chuen #typhoon #saola pic.twitter.com/zx3EaOOVYw— James Reynolds (@EarthUncutTV) September 1, 2023 Category 4 equivalent Typhoon #Saola with sustained winds of 140 mph and gusts to 170 mph headed straight for Hong Kong. One of the most densely populated places in the world. pic.twitter.com/9viSrlhrYu— Colin McCarthy (@US_Stormwatch) September 1, 2023
Hong Kong Veður Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira