Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Jón Þór Stefánsson skrifar 1. september 2023 11:08 Sumir eru ósáttir með ákvörðun Svandísar en aðrir segja hana nauðsynlegt skref. Vísir/Vilhelm Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. Umfjöllun margra miðlanna byggir á frétt AP-fréttastofunnar. Þar er greint frá ákvörðun Svandísar, að leyfa veiðar á ný með strangari skilyrðum og eftirliti. Þá segir að dýraverndunarsamtök hafi sagt ákvörðunina skammarlega. Um sé að ræða glatað tækifæri til að gera það rétta varðandi hvalveiðar. Vísað er til baráttumannsins og kvikmyndagerðarmannsins Micah Garen, sem nú vinnur að heimildarmynd um hvalveiðar. „Varla nokkur maður borðar hvalkjöt á Íslandi. Fólkið vill þetta ekki. Fólk vill ekki að þessi dýr séu drepin,“ er haft eftir honum. Greinar í miðlum á borð við Fox News, Metro, og Times of India byggja á þessari umfjöllun AP. Í The Guardian er mikið fjallað um mismunandi viðhorf til ákvörðunarinnar. Vísað er til tilkynningar frá Svandísi sem segir að óháð eigin viðhorfi til málsins, þá séu hvalveiðar enn þá til skoðunar. Til að mynda er bent á að ákvörðun um veiðar eftir næstu áramót liggi ekki fyrir. Þá er haft eftir baráttufólki gegn hvalveiðum að þau telji ákvörðunina slæma. Hins vegar segir Patrick Ramage, hjá alþjóðlega dýraverndunarsjóðnum, að um sé að ræða skref í átt að hvalveiðibanni á Íslandi. „Þetta er leiðinlegt en nauðsynlegt skref í átt að því að hætta hvalveiðum fyrir fullt og allt á Íslandi,“ segir hann og bætir við að allt bendi til þess að Svandís ætli sér að binda endi á hvalveiðar hér á landi. Möguleg sniðganga Hollywood á Íslandi vegna hvalveiðanna er lítið áberandi í umfjöllun heimspressunnar. Þó er minnst á hana í frétt BBC. Þar er haft eftir Katrínu Oddsdóttur, lögmanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þessi sniðganga sé raunhæfur möguleiki. Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Umfjöllun margra miðlanna byggir á frétt AP-fréttastofunnar. Þar er greint frá ákvörðun Svandísar, að leyfa veiðar á ný með strangari skilyrðum og eftirliti. Þá segir að dýraverndunarsamtök hafi sagt ákvörðunina skammarlega. Um sé að ræða glatað tækifæri til að gera það rétta varðandi hvalveiðar. Vísað er til baráttumannsins og kvikmyndagerðarmannsins Micah Garen, sem nú vinnur að heimildarmynd um hvalveiðar. „Varla nokkur maður borðar hvalkjöt á Íslandi. Fólkið vill þetta ekki. Fólk vill ekki að þessi dýr séu drepin,“ er haft eftir honum. Greinar í miðlum á borð við Fox News, Metro, og Times of India byggja á þessari umfjöllun AP. Í The Guardian er mikið fjallað um mismunandi viðhorf til ákvörðunarinnar. Vísað er til tilkynningar frá Svandísi sem segir að óháð eigin viðhorfi til málsins, þá séu hvalveiðar enn þá til skoðunar. Til að mynda er bent á að ákvörðun um veiðar eftir næstu áramót liggi ekki fyrir. Þá er haft eftir baráttufólki gegn hvalveiðum að þau telji ákvörðunina slæma. Hins vegar segir Patrick Ramage, hjá alþjóðlega dýraverndunarsjóðnum, að um sé að ræða skref í átt að hvalveiðibanni á Íslandi. „Þetta er leiðinlegt en nauðsynlegt skref í átt að því að hætta hvalveiðum fyrir fullt og allt á Íslandi,“ segir hann og bætir við að allt bendi til þess að Svandís ætli sér að binda endi á hvalveiðar hér á landi. Möguleg sniðganga Hollywood á Íslandi vegna hvalveiðanna er lítið áberandi í umfjöllun heimspressunnar. Þó er minnst á hana í frétt BBC. Þar er haft eftir Katrínu Oddsdóttur, lögmanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þessi sniðganga sé raunhæfur möguleiki.
Hvalveiðar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira