Hinn 25 ára gamli Altay kemur frá Fenerbahçe í heimalandinu, Tyrklandi. Hann spilaði stóra rullu í því að liðið varð bikarmeistari og endaði í 2. sæti deildarinnar þar í landi á síðustu leiktíð.
Alls hefur Altay spilað 166 leiki á ferlinum og haldið 53 sinnum hreinu. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Tyrkland. Hann er fyrsti Tyrkinn til að semja við Man United.
Our GK Union: 1
— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2023
Welcome to United, @AltayBayindir_1! #MUFC
Altay er ætlað að fylla skarðið sem Dean Henderson skilur eftir sig en Englendingurinn var seldur til Crystal Palace í gær, fimmtudag. Altay mun veita André Onana samkeppni um markmannsstöðuna á Old Trafford og mun að öllum líkindum standa í rammanum þegar Onana tekur þátt í Afríkukeppninni með Kamerún.
Talið er að Man United borgi rúmlega fjórar milljónir punda fyrir markvörðinn eða um 670 milljónir íslenskra króna.