Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2023 21:04 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Katrín Oddsdóttir, lögmaður True North tókust á í Pallborði Vísis. Vísir Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. Katrín var gestur í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi fyrr í kvöld ásamt Vilhjálmi Birgissyni, verkalýðsforingja og Andrési Jónssyni, almannatengli. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Katrín segist vilja heyra álit Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta-og menningarmálaráðherra á því sem muni gerast fyrir kvikmyndaiðnaðinn hér á landi. „Ef einhver myndi leggja fram frumvarp um afnám ofboðslegra úreltra laga, sem eru lög um hvalveiðar, sem eru það úrelt að það er talað um að ef þú brýtur þau, þá skulirðu sektaður í silfurkrónum, þá held ég að það gæti nú verið ótrúlegt hvað gæti komið upp úr kössunum.“ Skaut Andrés því inn í gríni að hann væri viss um að Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf, eigi silfurkrónur. „Kristján Loftsson á nefnilega mikið af krónum og svo við ræðum það, ástæða þess að hann getur borgað verkafólki þessi himinháu laun, er einmitt sú að hann er auðkýfingur, en hann er auðkýfingur með mjög sértæka drápsýki og á hann í alvöru að fá að leggja þann mest ört vaxandi skapandi iðnað sem við eigum í landinu í rúst með því að fá áfram að drepa þessi dýr? Ég segi nei.“ Búnaðurinn klár í maí Svaraði Vilhjálmur því þá að sér þætti það ekki málefnanlegt hjá Katrínu að tala um drápsýki Kristjáns. Íslendingar væru fiskveiðiþjóð en svaraði Katrín þá að hvalir væru spendýr en ekki fiskar „Katrín, það myndi ekki skipta þig neinu máli þó að þetta fyrirtæki væri að skila hundrað milljörðum í hagnað. Það myndi ekki skipta þig neinu máli, þú ert bara á móti þessu og öll rök sem lúta að efnahagslegum þáttum skipta þig ekki neinu máli.“ Vilhjálmur sagði að hann væri að gæta hagsmuni þeirra sem standi höllustum fæti á Íslandi. Ófaglært fólk hafi möguleika á að sækja sér miklar tekjur með hvalveiðum. „Grundvallaratriðið er að í 75. grein stjórnarskrárinnar er skýrt kveðið á um atvinnufrelsi,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir búnað sem Svandís hafi borið fyrir sig í dag hafa verið tilbúin í maí. Hvalveiðar að verða pólitískara mál Andrés Jónsson, almannatengill, segir hvalveiðar sögulega séð ekki hafa verið pólitískt mál. Ástæða sé fyrir því að það hafi ekki verið tekið upp á Alþingi. Málið snúist um tvo andstæða póla en meirihlutinn sé á milli, sammála Katrínu en líka Vilhjálmi. Á sama tíma sýni kannanir að þjóðin sé aðeins að færast, yngri kynslóðir séu meðvitaðri um dýravernd og neyslu. Málið sé að verða pólitískara. „Þó það sé rétt hjá Vilhjálmi að hræðsluáróðurinn að hvalveiðar muni skemma fyrir okkur hafi ekki ræst, þá er það líka rétt hjá Katrínu, að það virkar ekki þannig þegar orðspor skemmist, það tærist nefnilega. Þegar málsmetandi fólk gagnrýnir okkur, þá gerist þetta hægt og bítandi og þetta kemur ekki strax til baka.“ Andrés kveðst ekki telja að ríkisstjórnin hafi verið í hættu vegna málsins. Andstæðingar Svandísar hafi þegið málið fegins hendi til að marka sér sérstöðu eftir sex ára samstarf með fólki sem hafi mjög ólíkar skoðanir. Hvalveiðar Pallborðið Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Sjá meira
Katrín var gestur í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi fyrr í kvöld ásamt Vilhjálmi Birgissyni, verkalýðsforingja og Andrési Jónssyni, almannatengli. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Katrín segist vilja heyra álit Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta-og menningarmálaráðherra á því sem muni gerast fyrir kvikmyndaiðnaðinn hér á landi. „Ef einhver myndi leggja fram frumvarp um afnám ofboðslegra úreltra laga, sem eru lög um hvalveiðar, sem eru það úrelt að það er talað um að ef þú brýtur þau, þá skulirðu sektaður í silfurkrónum, þá held ég að það gæti nú verið ótrúlegt hvað gæti komið upp úr kössunum.“ Skaut Andrés því inn í gríni að hann væri viss um að Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf, eigi silfurkrónur. „Kristján Loftsson á nefnilega mikið af krónum og svo við ræðum það, ástæða þess að hann getur borgað verkafólki þessi himinháu laun, er einmitt sú að hann er auðkýfingur, en hann er auðkýfingur með mjög sértæka drápsýki og á hann í alvöru að fá að leggja þann mest ört vaxandi skapandi iðnað sem við eigum í landinu í rúst með því að fá áfram að drepa þessi dýr? Ég segi nei.“ Búnaðurinn klár í maí Svaraði Vilhjálmur því þá að sér þætti það ekki málefnanlegt hjá Katrínu að tala um drápsýki Kristjáns. Íslendingar væru fiskveiðiþjóð en svaraði Katrín þá að hvalir væru spendýr en ekki fiskar „Katrín, það myndi ekki skipta þig neinu máli þó að þetta fyrirtæki væri að skila hundrað milljörðum í hagnað. Það myndi ekki skipta þig neinu máli, þú ert bara á móti þessu og öll rök sem lúta að efnahagslegum þáttum skipta þig ekki neinu máli.“ Vilhjálmur sagði að hann væri að gæta hagsmuni þeirra sem standi höllustum fæti á Íslandi. Ófaglært fólk hafi möguleika á að sækja sér miklar tekjur með hvalveiðum. „Grundvallaratriðið er að í 75. grein stjórnarskrárinnar er skýrt kveðið á um atvinnufrelsi,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir búnað sem Svandís hafi borið fyrir sig í dag hafa verið tilbúin í maí. Hvalveiðar að verða pólitískara mál Andrés Jónsson, almannatengill, segir hvalveiðar sögulega séð ekki hafa verið pólitískt mál. Ástæða sé fyrir því að það hafi ekki verið tekið upp á Alþingi. Málið snúist um tvo andstæða póla en meirihlutinn sé á milli, sammála Katrínu en líka Vilhjálmi. Á sama tíma sýni kannanir að þjóðin sé aðeins að færast, yngri kynslóðir séu meðvitaðri um dýravernd og neyslu. Málið sé að verða pólitískara. „Þó það sé rétt hjá Vilhjálmi að hræðsluáróðurinn að hvalveiðar muni skemma fyrir okkur hafi ekki ræst, þá er það líka rétt hjá Katrínu, að það virkar ekki þannig þegar orðspor skemmist, það tærist nefnilega. Þegar málsmetandi fólk gagnrýnir okkur, þá gerist þetta hægt og bítandi og þetta kemur ekki strax til baka.“ Andrés kveðst ekki telja að ríkisstjórnin hafi verið í hættu vegna málsins. Andstæðingar Svandísar hafi þegið málið fegins hendi til að marka sér sérstöðu eftir sex ára samstarf með fólki sem hafi mjög ólíkar skoðanir.
Hvalveiðar Pallborðið Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Sjá meira