Góð stemning í Leifsstöð þegar ný töskufæribönd voru tekin í notkun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2023 21:00 Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia segir daginn í dag marka tímamót í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Vísir/Sigurjón Nýr og rúmbetri töskusalur beið farþega sem lentu á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi í dag. Töskusalurinn er fyrsti áfanginn sem tekinn er í notkun í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar. Töskusalurinn er í nýrri viðbyggingu við flugstöðina í svokallaðri austurálmu. Í dag voru vígð þrjú ný töskubönd sem eru stærri og afkastameiri en þau sem fyrir voru. Nýju böndin eru hallandi og geta tekið á móti talsvert fleiri töskum en eldri böndin. Síðar munu tvö bönd í viðbót bætast við. Eldri böndin verða fjarlægð en á því svæði verður síðar opnuð ný og endurbætt fríhafnarverslun fyrir komufarþega. „Varðandi farangur þá erum við bæði að fá meiri afköst, erum að fá fleiri töskur fyrir per meter, betri aðgengi fyrir farþega, erum að fá opnari sal, betri hljóðgæði og loftgæði í salinn okkar, sem er náttúrulega jákvætt fyrir farþega og starfsfólkið okkar,“ segir Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia. „Svo erum við líka með nýja farangursmóttöku sem við erum líka að opna í dag sem er hinum megin við vegginn sem farþegar sjá oftast ekki. Þar er líka betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar. Við erum farinað spá meira í hvernig starfsfólkið er að beita sér og annað. Þannig við erum að taka svona þessi jákvæðu skref, að hugsa betur og betur um bæði farþegana og starfsfólkið.“ Nýju töskuböndin eru stærri og afkastameiri en þau gömlu. Vísir/Sigurjón Fyrstu farþegarnir sem nýttu sér nýja töskubeltið komu frá Dublin og Frankfurt með vélum Play og Lufthansa. Þeirra biðu góðar móttökur, kampavín og ýmis sætindi auk tónlistaratriða. Framundan er gríðarmikil uppbygging á flugvallarsvæðinu. Áætlað er að framkvæmdum við austurbygginguna ljúki á síðari hluta næsta árs þegar meðal annars verður tekið í notkun stærra veitingasvæði og fjórir nýir landgangar. Austurálman tuttugu þúsund fermetrar, en til samanburðar er Laugardalshöll sautján þúsund fermetrar. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Töskusalurinn er í nýrri viðbyggingu við flugstöðina í svokallaðri austurálmu. Í dag voru vígð þrjú ný töskubönd sem eru stærri og afkastameiri en þau sem fyrir voru. Nýju böndin eru hallandi og geta tekið á móti talsvert fleiri töskum en eldri böndin. Síðar munu tvö bönd í viðbót bætast við. Eldri böndin verða fjarlægð en á því svæði verður síðar opnuð ný og endurbætt fríhafnarverslun fyrir komufarþega. „Varðandi farangur þá erum við bæði að fá meiri afköst, erum að fá fleiri töskur fyrir per meter, betri aðgengi fyrir farþega, erum að fá opnari sal, betri hljóðgæði og loftgæði í salinn okkar, sem er náttúrulega jákvætt fyrir farþega og starfsfólkið okkar,“ segir Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia. „Svo erum við líka með nýja farangursmóttöku sem við erum líka að opna í dag sem er hinum megin við vegginn sem farþegar sjá oftast ekki. Þar er líka betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar. Við erum farinað spá meira í hvernig starfsfólkið er að beita sér og annað. Þannig við erum að taka svona þessi jákvæðu skref, að hugsa betur og betur um bæði farþegana og starfsfólkið.“ Nýju töskuböndin eru stærri og afkastameiri en þau gömlu. Vísir/Sigurjón Fyrstu farþegarnir sem nýttu sér nýja töskubeltið komu frá Dublin og Frankfurt með vélum Play og Lufthansa. Þeirra biðu góðar móttökur, kampavín og ýmis sætindi auk tónlistaratriða. Framundan er gríðarmikil uppbygging á flugvallarsvæðinu. Áætlað er að framkvæmdum við austurbygginguna ljúki á síðari hluta næsta árs þegar meðal annars verður tekið í notkun stærra veitingasvæði og fjórir nýir landgangar. Austurálman tuttugu þúsund fermetrar, en til samanburðar er Laugardalshöll sautján þúsund fermetrar.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira