Segir Vinstri græn hafa gert brotthvarf sitt að skilyrði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 18:38 Jón Gunnarsson þegar hann kvaddi dómsmálaráðuneytið í júní. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna hafi gert kröfu um það að hann viki úr ríkisstjórn gegn því að verja hann gegn vantrauststillögu sem lögð var fram á þingi í vor. Hann segist ekki ætla að vera meðsekur með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra í hvalveiðimálinu og telur hana hafa gerst brotlega við lög. Jón var gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar segir hann Vinstri græn skorta heilindi en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jóni sem dómsmálaráðherra í júní síðastliðnum, en boðað hafði verið að hún myndi taka við af honum átján mánuðum eftir að ríkisstjórn var mynduð. Jón segir í hlaðvarpinu að þegar stjórnarandstaðan hafi lagt fram vantrauststillögu gegn honum á Alþingi í lok mars hafi Vinstri græn ekki verið tilbúin til að styðja hann nema með miklum trega. Hann segist sjálfur alltaf meta forsendur fyrir slíkri tillögu. „Ég fékk nú á mig vantrauststillögu í vor og heilmiklar yfirlýsingar um það að ég væri búinn að brjóta lög og á grundvelli þess var borin á mig vantrauststillaga,“ segir Jón. „Og samstarfsflokkarnir, meðal annars Vinstri græn, sem að Svandís er nú í, þau, með miklum trega, vörðu mig gagnvart þessu vantrausti og sögðu mér að það væri nú ekkert sjálfsagt að þau væru að gera það. Það voru bara skilaboðin sem að ég fékk beint frá þeim. Og mér var sagt það að þau hafi sett það sem skilyrði að ef að ég yrði varinn þessu vantrausti af þeirra hálfu að þá yrði ég að víkja úr ríkisstjórninni í vor.“ Vinstri græn hafi ekki starfað af heilindum Jón segir að þegar ráðherra gerist sekur um að brjóta gegn stjórnarskrá, sé það sjálfsagt að viðkomandi ráðherra víki. Hann segir allt benda til þess að Svandís hafi gerst brotleg við lög. Sjálfur telur hann sig ekki hefði komist upp með slík vinnubrögð. Hann segist ekki ætla að taka ábyrgð á vegferð Svandísar í hvalveiðimálinu. Þá segir Jón að Vinstri græn hafi sýnt óheilindi í stjórnarsamstarfinu á þessu kjörtímabili. „Ég var nú í eitt ár í samningaviðræðum við Vinstri græn um afgreiðslu útlendingalaganna, þar sem mér eiginlega sveið mest í samstarfi við þau á þessu kjörtímabili, sem ég held að hafi verið svolítil nýlunda, að það er að mér finnst skorta heilindi og mér fannst það öfugmæli þegar forsætisráðherra kom í fjölmiðla um daginn og sagði að þau störfuðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi af heilindum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Jón var gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar segir hann Vinstri græn skorta heilindi en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jóni sem dómsmálaráðherra í júní síðastliðnum, en boðað hafði verið að hún myndi taka við af honum átján mánuðum eftir að ríkisstjórn var mynduð. Jón segir í hlaðvarpinu að þegar stjórnarandstaðan hafi lagt fram vantrauststillögu gegn honum á Alþingi í lok mars hafi Vinstri græn ekki verið tilbúin til að styðja hann nema með miklum trega. Hann segist sjálfur alltaf meta forsendur fyrir slíkri tillögu. „Ég fékk nú á mig vantrauststillögu í vor og heilmiklar yfirlýsingar um það að ég væri búinn að brjóta lög og á grundvelli þess var borin á mig vantrauststillaga,“ segir Jón. „Og samstarfsflokkarnir, meðal annars Vinstri græn, sem að Svandís er nú í, þau, með miklum trega, vörðu mig gagnvart þessu vantrausti og sögðu mér að það væri nú ekkert sjálfsagt að þau væru að gera það. Það voru bara skilaboðin sem að ég fékk beint frá þeim. Og mér var sagt það að þau hafi sett það sem skilyrði að ef að ég yrði varinn þessu vantrausti af þeirra hálfu að þá yrði ég að víkja úr ríkisstjórninni í vor.“ Vinstri græn hafi ekki starfað af heilindum Jón segir að þegar ráðherra gerist sekur um að brjóta gegn stjórnarskrá, sé það sjálfsagt að viðkomandi ráðherra víki. Hann segir allt benda til þess að Svandís hafi gerst brotleg við lög. Sjálfur telur hann sig ekki hefði komist upp með slík vinnubrögð. Hann segist ekki ætla að taka ábyrgð á vegferð Svandísar í hvalveiðimálinu. Þá segir Jón að Vinstri græn hafi sýnt óheilindi í stjórnarsamstarfinu á þessu kjörtímabili. „Ég var nú í eitt ár í samningaviðræðum við Vinstri græn um afgreiðslu útlendingalaganna, þar sem mér eiginlega sveið mest í samstarfi við þau á þessu kjörtímabili, sem ég held að hafi verið svolítil nýlunda, að það er að mér finnst skorta heilindi og mér fannst það öfugmæli þegar forsætisráðherra kom í fjölmiðla um daginn og sagði að þau störfuðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi af heilindum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira