Svara ekki hvort starfsfólki ráðuneyta fækki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. ágúst 2023 14:32 Ráðherrar hafa aldrei verið fleiri og allir eru með tvo aðstoðarmenn. Vísir/Vilhelm Óvíst er hvort að starfsfólki ráðuneyta fækki í niðurskurðaráætlunum ríkisstjórnarinnar. Rúmlega 700 manns starfa nú í ráðuneytunum, sem hafa aldrei verið fleiri og allir ráðherrar komnir með tvo aðstoðarmenn. „Á næstu vikum munu ráðuneyti og stofnanir vinna að útfærslu aðgerða þannig að sett markmið um afkomu ríkisins fái staðist,“ er svarið sem sex upplýsingafulltrúar ráðuneyta svöruðu við fyrirspurn Vísis um hvort að stöðugildum yrði fækkað í ráðuneytunum og ef svo um hversu mörg. Einnig er ekki gefið upp hver aðhaldskrafan sé á hvaða stofnun sem heyri undir ráðuneytin. Samkvæmt upplýsingafulltrúunum ríkir trúnaður um þetta fram að framlagningu fjárlagafrumvarps, þann 12. september næstkomandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur tilkynnt um 17 milljarða króna aðhald og niðurskurð ríkisins. Þar af á að skera niður um 5 milljarða í launakostnað. Ekki er tilgreint hvar niðurskurðarhnífurinn á að lenda, nema að framlínustarfsfólki verði hlíft. Óvíst er hvort ráðherrarnir skeri niður á skrifstofum sínum, sem hafa bólgnað á undanförnum árum, meðal annars vegna fjölgunar pólitískra aðstoðarmanna. Ráðuneytin bólgnað Við talningu í vor kom í ljós að 724 manns starfa nú í ráðuneytunum. Hefur þeim fjölgað töluvert í tíð núverandi ríkisstjórnar og stjórnarinnar þar á undan. Árið 2012 störfuðu 532 í ráðuneytunum. Þetta er fjölgun um 36 prósent. Mesta fjölgunin hefur verið í utanríkisráðuneytinu á undanförnum árum. Árið 2017 störfuðu þar 105 en nú 141, fjölgun um 36 starfsmenn. Þá hefur einnig verið mikil fjölgun í dómsmálaráðuneytinu, úr 45 í 56 starfsmenn. Allir með tvo aðstoðarmenn Fyrir um tólf árum síðan var ráðherrum heimilt að hafa tvo aðstoðarmenn og nú er svo komið að allir ráðherrar velja sér að nýta þá heimild. Bjarni Benediktsson, var um tíma með einn aðstoðarmann en hann bætti öðrum við á þessu ári. Eftir síðustu kosningar, árið 2021, var ráðuneytunum fjölgað og eru þau nú jafn mörg og þau voru á hrunárunum, það er tólf. Eftir hrun var þeim fækkað úr tólf í níu. Ástæða fjölgunarinnar var talin vera til þess að meðal annars auka vægi Framsóknarflokksins eftir kosningasigur. Hinir flokkarnir hafi ekki viljað gefa eftir ráðherrastóla. Kostnaðurinn við breytinguna hljóp á hundruð milljónum króna. Stjórnsýsla Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14 Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Á næstu vikum munu ráðuneyti og stofnanir vinna að útfærslu aðgerða þannig að sett markmið um afkomu ríkisins fái staðist,“ er svarið sem sex upplýsingafulltrúar ráðuneyta svöruðu við fyrirspurn Vísis um hvort að stöðugildum yrði fækkað í ráðuneytunum og ef svo um hversu mörg. Einnig er ekki gefið upp hver aðhaldskrafan sé á hvaða stofnun sem heyri undir ráðuneytin. Samkvæmt upplýsingafulltrúunum ríkir trúnaður um þetta fram að framlagningu fjárlagafrumvarps, þann 12. september næstkomandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur tilkynnt um 17 milljarða króna aðhald og niðurskurð ríkisins. Þar af á að skera niður um 5 milljarða í launakostnað. Ekki er tilgreint hvar niðurskurðarhnífurinn á að lenda, nema að framlínustarfsfólki verði hlíft. Óvíst er hvort ráðherrarnir skeri niður á skrifstofum sínum, sem hafa bólgnað á undanförnum árum, meðal annars vegna fjölgunar pólitískra aðstoðarmanna. Ráðuneytin bólgnað Við talningu í vor kom í ljós að 724 manns starfa nú í ráðuneytunum. Hefur þeim fjölgað töluvert í tíð núverandi ríkisstjórnar og stjórnarinnar þar á undan. Árið 2012 störfuðu 532 í ráðuneytunum. Þetta er fjölgun um 36 prósent. Mesta fjölgunin hefur verið í utanríkisráðuneytinu á undanförnum árum. Árið 2017 störfuðu þar 105 en nú 141, fjölgun um 36 starfsmenn. Þá hefur einnig verið mikil fjölgun í dómsmálaráðuneytinu, úr 45 í 56 starfsmenn. Allir með tvo aðstoðarmenn Fyrir um tólf árum síðan var ráðherrum heimilt að hafa tvo aðstoðarmenn og nú er svo komið að allir ráðherrar velja sér að nýta þá heimild. Bjarni Benediktsson, var um tíma með einn aðstoðarmann en hann bætti öðrum við á þessu ári. Eftir síðustu kosningar, árið 2021, var ráðuneytunum fjölgað og eru þau nú jafn mörg og þau voru á hrunárunum, það er tólf. Eftir hrun var þeim fækkað úr tólf í níu. Ástæða fjölgunarinnar var talin vera til þess að meðal annars auka vægi Framsóknarflokksins eftir kosningasigur. Hinir flokkarnir hafi ekki viljað gefa eftir ráðherrastóla. Kostnaðurinn við breytinguna hljóp á hundruð milljónum króna.
Stjórnsýsla Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14 Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14
Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39
Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19