„Þau verða bara að tala saman“ Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. ágúst 2023 14:29 Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að viðhalda veiðibanni á stórhvölum. Hún segist stefna á að taka ákvörðun sem fyrst en starfsmenn ráðuneytis hennar séu að vinna úr skýrslu sem birt var í gær um frávik við veiðar á hvölum. Hún segist eiga von á að fá minnisblað með tillögum á næstu sólarhringum. Eins og frægt er stöðvaði Svandís hvalaveiðar tímabundið í sumar og skipaði hún starfshóp sem meta á leiðir til að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Sá hópur skilaði skýrslu sem birt var í gær. Sjá einnig: Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Ákvörðun ráðherrans féll ekki í kramið hjá mörgum innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem eru með Vinstri grænum í ríkisstjórn. Meðlimir flokkanna hafa sagt að áframhaldandi hvalveiðibann gæti haft alvarleg áhrif á stjórnarsamstarfið. Svandís segir það ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku sína. „Eins og alltaf í þessum málaflokki, og öðrum málaflokkum, byggi ég mínar ákvarðanir á faglegu mati, á lögmætum grunni og góðri stjórnsýslu. Það mun ég gera hér eftir sem hingað til,“ sagði Svandís. Aðspurð um þann málflutning á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina þar sem því var haldið fram að Svandís hefði brotið stjórnsýslulög, sagðist hún ekki ætla að tjá sig um innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins. „Þau verða bara að tala saman,“ sagði Svandís um gagnrýnina frá meðlimum Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55 Leggja til auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fínpússun á veiðigjaldi Kvótakerfinu verður viðhaldið og veiðigjald verður að miklu leyti óbreytt fari stjórnvöld að tillögum starfshóps sem matvælaráðherra fól að gaumgæfa stöðu sjávarútvegarins. Hópurinn leggur til að sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni verði lögfest í stjórnarskrá. 29. ágúst 2023 13:16 Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21 Segist voða lítið í „ef“ spurningum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. 29. ágúst 2023 12:18 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Hún segist eiga von á að fá minnisblað með tillögum á næstu sólarhringum. Eins og frægt er stöðvaði Svandís hvalaveiðar tímabundið í sumar og skipaði hún starfshóp sem meta á leiðir til að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Sá hópur skilaði skýrslu sem birt var í gær. Sjá einnig: Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Ákvörðun ráðherrans féll ekki í kramið hjá mörgum innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem eru með Vinstri grænum í ríkisstjórn. Meðlimir flokkanna hafa sagt að áframhaldandi hvalveiðibann gæti haft alvarleg áhrif á stjórnarsamstarfið. Svandís segir það ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku sína. „Eins og alltaf í þessum málaflokki, og öðrum málaflokkum, byggi ég mínar ákvarðanir á faglegu mati, á lögmætum grunni og góðri stjórnsýslu. Það mun ég gera hér eftir sem hingað til,“ sagði Svandís. Aðspurð um þann málflutning á flokksfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina þar sem því var haldið fram að Svandís hefði brotið stjórnsýslulög, sagðist hún ekki ætla að tjá sig um innanflokksmál Sjálfstæðisflokksins. „Þau verða bara að tala saman,“ sagði Svandís um gagnrýnina frá meðlimum Sjálfstæðisflokksins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55 Leggja til auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fínpússun á veiðigjaldi Kvótakerfinu verður viðhaldið og veiðigjald verður að miklu leyti óbreytt fari stjórnvöld að tillögum starfshóps sem matvælaráðherra fól að gaumgæfa stöðu sjávarútvegarins. Hópurinn leggur til að sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni verði lögfest í stjórnarskrá. 29. ágúst 2023 13:16 Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21 Segist voða lítið í „ef“ spurningum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. 29. ágúst 2023 12:18 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29. ágúst 2023 13:55
Leggja til auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fínpússun á veiðigjaldi Kvótakerfinu verður viðhaldið og veiðigjald verður að miklu leyti óbreytt fari stjórnvöld að tillögum starfshóps sem matvælaráðherra fól að gaumgæfa stöðu sjávarútvegarins. Hópurinn leggur til að sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni verði lögfest í stjórnarskrá. 29. ágúst 2023 13:16
Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21
Segist voða lítið í „ef“ spurningum Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. 29. ágúst 2023 12:18