Sakar Jenni Hermoso um lygar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. ágúst 2023 11:22 Þetta er ein af fjórum myndum sem spænska knattspyrnusambandið sendi fjölmiðlum í morgun til að sýna fram á að Jenni Hermoso fari með rangt mál. Það hefur hótað henni og fleiri knattspyrnukonum lögsókn neiti þær að spila með spænska landsliðinu RFEF Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið. „Ég segi ekki af mér.“ Ekki sjaldnar en fimm sinnum lét Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, umheiminn heyra það að hann ætlaði ekki að segja af sér, akkúrat þegar allir héldu að hann væri að fara að gera hið gagnstæða. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=B0w_EW0x0n0">watch on YouTube</a> Þetta var ekkert minna en sprengja inn í umræðu sem staðið hefur síðan á sunnudag, þegar spænsku landsliðskonurnar urðu heimsmeistarar í fótbolta og Rubiales kyssti Jenni Hermoso á munninn. Synd og skömm að fögnuðurinn falli í skuggann Og eins og Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins, sagði á samfélagsmiðlum í gær, þá er það í raun synd og skömm að þjóðin skuli ekki vera að fagna þessum 23 fótboltakonum í stað þess að rífast um tilveru eins karls sem stendur í stafni skútunnar og neitar að fara frá borði. Spænsk stjórnvöld kæra Rubiales Eftir yfirlýsingu Rubiales ákváðu spænsk stjórnvöld að kæra málið til spænska íþróttadómstólsins og stefna að því að koma honum frá völdum innan nokkurra daga. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar segir í samtali við El País í morgun að ríkisstjórnin ætli að gera allt sem í valdi hennar stendur til að koma Rubiales frá. Jenni Hermoso sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi um að hún væri hætt með landsliðinu þar til breytingar verði gerðar. Það sama hafa 80 fótboltakonur gert. Hermoso segir Rubiales ljúga, hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir kossinum. Spænska knattspyrnusambandið stendur fast með formanninum Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Sambandið bendir sömuleiðis á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu komi kallið og það gefur í skyn að það muni fara í hart gerist þess þörf. Þessu stríði er langt í frá lokið, en það hefur eiginlega alveg gleymst að fagna heimsmeistaratitlinum. Spánn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
„Ég segi ekki af mér.“ Ekki sjaldnar en fimm sinnum lét Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, umheiminn heyra það að hann ætlaði ekki að segja af sér, akkúrat þegar allir héldu að hann væri að fara að gera hið gagnstæða. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=B0w_EW0x0n0">watch on YouTube</a> Þetta var ekkert minna en sprengja inn í umræðu sem staðið hefur síðan á sunnudag, þegar spænsku landsliðskonurnar urðu heimsmeistarar í fótbolta og Rubiales kyssti Jenni Hermoso á munninn. Synd og skömm að fögnuðurinn falli í skuggann Og eins og Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins, sagði á samfélagsmiðlum í gær, þá er það í raun synd og skömm að þjóðin skuli ekki vera að fagna þessum 23 fótboltakonum í stað þess að rífast um tilveru eins karls sem stendur í stafni skútunnar og neitar að fara frá borði. Spænsk stjórnvöld kæra Rubiales Eftir yfirlýsingu Rubiales ákváðu spænsk stjórnvöld að kæra málið til spænska íþróttadómstólsins og stefna að því að koma honum frá völdum innan nokkurra daga. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar segir í samtali við El País í morgun að ríkisstjórnin ætli að gera allt sem í valdi hennar stendur til að koma Rubiales frá. Jenni Hermoso sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi um að hún væri hætt með landsliðinu þar til breytingar verði gerðar. Það sama hafa 80 fótboltakonur gert. Hermoso segir Rubiales ljúga, hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir kossinum. Spænska knattspyrnusambandið stendur fast með formanninum Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Sambandið bendir sömuleiðis á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu komi kallið og það gefur í skyn að það muni fara í hart gerist þess þörf. Þessu stríði er langt í frá lokið, en það hefur eiginlega alveg gleymst að fagna heimsmeistaratitlinum.
Spánn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira