Hamrarnir efstir eftir góðan sigur í Brighton 26. ágúst 2023 18:29 Leikmenn West Ham fagna einu marka sinna í dag. Vísir/Getty West Ham gerði góða ferð suður til Brighton í dag og vann 3-1 sigur á American Express-leikvellinum í dag. West Ham er taplaust í ensku úrvalsdeildinni eftir þrjár umferðir. James Ward-Prowse hefur sannarlega reynst West Ham dýrmætur eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Southampton í þann mund sem tímabilið var að hefjast. Hann skoraði fyrsta markið í dag eftir sendingu frá Michael Antonio og Jarrod Bowen kom West Ham í 2-0 á 58. mínútu. West Ham United: Lost Declan Rice Lost Gianluca Scamacca Lost Manuel Lanzini Top of the league after three games pic.twitter.com/TXRH1W8haL— talkSPORT (@talkSPORT) August 26, 2023 Michael Antonio skoraði síðan þriðja markið fimm mínútum síðar og sigurinn svo gott sem í höfn. Pascal Gross náði að minnka muninn á 81. mínútu og þrátt fyrir nokkra pressu undir lokin náðu leikmenn Brighton ekki að koma boltanum í netið. Lokatölur 3-1 og lærisveinar David Moyes nú með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar og er komið í efsta sætið um stundarsakir að minnsta kosti. Þetta var hins vegar fyrsta tap Brighton sem er í fjórða sæti deildarinnar. Enski boltinn
West Ham gerði góða ferð suður til Brighton í dag og vann 3-1 sigur á American Express-leikvellinum í dag. West Ham er taplaust í ensku úrvalsdeildinni eftir þrjár umferðir. James Ward-Prowse hefur sannarlega reynst West Ham dýrmætur eftir að hann gekk til liðs við félagið frá Southampton í þann mund sem tímabilið var að hefjast. Hann skoraði fyrsta markið í dag eftir sendingu frá Michael Antonio og Jarrod Bowen kom West Ham í 2-0 á 58. mínútu. West Ham United: Lost Declan Rice Lost Gianluca Scamacca Lost Manuel Lanzini Top of the league after three games pic.twitter.com/TXRH1W8haL— talkSPORT (@talkSPORT) August 26, 2023 Michael Antonio skoraði síðan þriðja markið fimm mínútum síðar og sigurinn svo gott sem í höfn. Pascal Gross náði að minnka muninn á 81. mínútu og þrátt fyrir nokkra pressu undir lokin náðu leikmenn Brighton ekki að koma boltanum í netið. Lokatölur 3-1 og lærisveinar David Moyes nú með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar og er komið í efsta sætið um stundarsakir að minnsta kosti. Þetta var hins vegar fyrsta tap Brighton sem er í fjórða sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti