Fótbolti

Kroos um vista­skipti ungstirnis til Sádí Arabíu: „Vand­ræða­legt“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabri Veiga sló í gegn með liði Celta Vigo og var eftirsóttur.
Gabri Veiga sló í gegn með liði Celta Vigo og var eftirsóttur. Getty/Octavio Passos

Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos virðist vera allt annað en hrifinn af þeirri þróun að deildin í Sádi Arabíu safni að sér stjörnuleikmönnum frá Evrópu.

Kroos tjáði sig nefnilega undir „HERE WE GO“ færslu Fabrizio Romano um það að Gabri Veiga væri á leiðinni til Al-Ahli í Sádi Arabíu. „Here we go“ þýðir í raun að Romano sé búinn að fá það staðfest að félagsskiptin gangi í gegn.

Kroos skrifaði „Vandræðalegt“ undir fæslu Romano um Veiga.

Veiga er bara 21 árs gamall og hefur verið orðaður við evrópsk stórlið í allt sumar. Lið eins og Liverpool, Chelsea, Barcelona og Manchester City áttu öll að hafa sýnt honum áhuga en líka lið eins Napoli, Newcastle og Tottenham.

Veiga sló í gegn með Celta Vigo á síðasta tímabili og bjuggust því flestir við að hann tæki næsta skref innan Evrópu. Svo er ekki og þýska goðsögnin er hneykslaður á þóun mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×