Fékk ekki fyrirliðabandið og fór í fýlu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 20:31 Karim Benzema er ósáttur hjá Al-Ittihad. Vísir/Getty Karim Benzema gekk til liðs við sádíarabíska félagið Al-Ittihad í byrjun júní. Hann virtist þá hinn ánægðasti en nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn. Karim Benzema er ein af allra stærstu stjörnunum sem hefur fært sig til Sádi Arabíu á síðustu mánuðum en hann gekk til liðs við Al-Ittihad í sumar frá Real Madrid. Hann skoraði 354 mörk í 648 leikjum fyrir Real Madrid og er næstmarkahæsti leikmaður félagsins í sögunni. Aðeins Cristiano Ronaldo hefur skorað meira. Benzema hefur verið í byrjunarliði Al-Ittihad í tveimur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Leikirnir hafa báðir unnist en Benzema þó ekki náð að skora. Samkvæmt fjölmiðlinum Asharq Al-Aswat, sem staðsettur er í London, er samband Benzema og þjálfarans Nuno Espirito Santo alls ekki gott. Samkvæmt fjölmiðlinum á Santo að hafa sagt yfirmönnum félagsins að Benzema passi ekki í leikkerfi hans. Santo hefur meðal annars stýrt Tottenham, Wolves og Porto á sínum ferli. Nuno Espirito Santo og Karim Benzema virðast vera komnir í hár saman.Vísir/Getty Þá á Benzema sjálfur að hafa lýst yfir óánægju með að hann hafi fengið ófaglega meðferð af hálfu þjálfarans. Benzema var neitað um fyrirliðaband Al-Ittihad þegar hann óskaði eftir því við komuna til félagsins. Brasilíumaðurinn Romarinho var skipaður fyrirliði, Benzema til mikillar gremju. Samkvæmt Asharq Al-Aswat er gjáin á milli Benzema og Santo orðin svo djúp að Frakkinn tók ekki þátt í síðustu æfingu liðsins. Þá fylgir sögunni að Benzema íhugi að yfirgefa félagið ef Santo verður áfram knattspyrnustjóri. Ólíklegt verður þó að teljast að félagið velji Santo fram yfir Benzema sem vann Ballon D´or árið 2022. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Karim Benzema er ein af allra stærstu stjörnunum sem hefur fært sig til Sádi Arabíu á síðustu mánuðum en hann gekk til liðs við Al-Ittihad í sumar frá Real Madrid. Hann skoraði 354 mörk í 648 leikjum fyrir Real Madrid og er næstmarkahæsti leikmaður félagsins í sögunni. Aðeins Cristiano Ronaldo hefur skorað meira. Benzema hefur verið í byrjunarliði Al-Ittihad í tveimur fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Leikirnir hafa báðir unnist en Benzema þó ekki náð að skora. Samkvæmt fjölmiðlinum Asharq Al-Aswat, sem staðsettur er í London, er samband Benzema og þjálfarans Nuno Espirito Santo alls ekki gott. Samkvæmt fjölmiðlinum á Santo að hafa sagt yfirmönnum félagsins að Benzema passi ekki í leikkerfi hans. Santo hefur meðal annars stýrt Tottenham, Wolves og Porto á sínum ferli. Nuno Espirito Santo og Karim Benzema virðast vera komnir í hár saman.Vísir/Getty Þá á Benzema sjálfur að hafa lýst yfir óánægju með að hann hafi fengið ófaglega meðferð af hálfu þjálfarans. Benzema var neitað um fyrirliðaband Al-Ittihad þegar hann óskaði eftir því við komuna til félagsins. Brasilíumaðurinn Romarinho var skipaður fyrirliði, Benzema til mikillar gremju. Samkvæmt Asharq Al-Aswat er gjáin á milli Benzema og Santo orðin svo djúp að Frakkinn tók ekki þátt í síðustu æfingu liðsins. Þá fylgir sögunni að Benzema íhugi að yfirgefa félagið ef Santo verður áfram knattspyrnustjóri. Ólíklegt verður þó að teljast að félagið velji Santo fram yfir Benzema sem vann Ballon D´or árið 2022.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira