„Ég er búinn að vinna þetta allt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2023 07:01 Logi Tómasson er spenntur fyrir komandi tímum hjá Strömsgodset. Strömsgodset Það var mikilvægt fyrir nýjasta íslenska atvinnumanninn Loga Tómasson að pakka golfsettinu er hann hélt út til Noregs hvar hann samdi við Strömsgodset í vikunni. Hann segir erfitt að yfirgefa Víking en er spenntur fyrir komandi tímum. Logi hefur leikið frábærlega í vinstri bakverði Víkings síðustu ár og hefur ítrekað verið orðaður við erlend lið síðustu misseri. En af hverju valdi hann Strömsgodset? „Staðsetningin er góð, þetta er rétt hjá Osló. Bærinn er flottur og þetta er ekki of stórt fyrsta skref. Ég held það sé fínt fyrir mig að taka ekki of stórt skref strax. Þegar þetta kom upp var ég spenntur, aðdáendurnir þeirra eru góðir og vel haldið utan um leikmenn þarna,“ segir Logi. Þetta er í fyrsta sinn sem Logi reynir fyrir sér erlendis og hann er spenntur fyrir því. Hann er þó ekki byrjaður að reyna fyrir sér í norskunni. „Ég er ekki byrjaður á að læra hana. Enda kom ég hérna seinni partinn í gær og þetta hafa verið tveir langir dagar. Það voru tvær æfingar í dag og þetta er allt svolítið nýtt. Ég fer í það þegar ég er búinn að koma mér aðeins fyrir. Ég er að fara að skoða íbúð á morgun og svona. Það þarf að græja þessa hluti fyrst, áður en ég fer að læra einhverja norsku.“ Hann gat þá ekki skilið golfsettið eftir heima. „Ég tók með mér tvær töskur og svo þurfti golfsettið líka að fylgja, ég er mikið í golfinu. Þetta hefur ekki verið vesen en það kemur bara í ljós, enda kom ég bara í gær,“ segir Logi. Erfitt að fara en setti sjálfan sig í fyrsta sæti Skiptunum fylgir ákveðinn fórnarkostnaður fyrir Loga sem mun ekki geta klárað tímabilið með Víkingi. Liðið er langefst í Bestu deildinni og komið í bikarúrslit. Hann þurfti hins vegar að grípa tækifærið þegar það gafst. „Það er erfitt [að yfirgefa Víkinga], sérstaklega í þessari stöðu sem við erum í, með möguleikann á að vinna tvöfalt. Það er erfitt en mér til varnar er ég búinn að vinna þetta allt, ég er búinn að upplifa þetta. Mig langaði bara að fara út um leið og tækifærið kom. En ég mun horfa á alla leiki og styðja strákana. Ég veit þeir munu klára þetta án mín,“ segir Logi um fyrrum liðsfélaga sína. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla Norski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Logi hefur leikið frábærlega í vinstri bakverði Víkings síðustu ár og hefur ítrekað verið orðaður við erlend lið síðustu misseri. En af hverju valdi hann Strömsgodset? „Staðsetningin er góð, þetta er rétt hjá Osló. Bærinn er flottur og þetta er ekki of stórt fyrsta skref. Ég held það sé fínt fyrir mig að taka ekki of stórt skref strax. Þegar þetta kom upp var ég spenntur, aðdáendurnir þeirra eru góðir og vel haldið utan um leikmenn þarna,“ segir Logi. Þetta er í fyrsta sinn sem Logi reynir fyrir sér erlendis og hann er spenntur fyrir því. Hann er þó ekki byrjaður að reyna fyrir sér í norskunni. „Ég er ekki byrjaður á að læra hana. Enda kom ég hérna seinni partinn í gær og þetta hafa verið tveir langir dagar. Það voru tvær æfingar í dag og þetta er allt svolítið nýtt. Ég fer í það þegar ég er búinn að koma mér aðeins fyrir. Ég er að fara að skoða íbúð á morgun og svona. Það þarf að græja þessa hluti fyrst, áður en ég fer að læra einhverja norsku.“ Hann gat þá ekki skilið golfsettið eftir heima. „Ég tók með mér tvær töskur og svo þurfti golfsettið líka að fylgja, ég er mikið í golfinu. Þetta hefur ekki verið vesen en það kemur bara í ljós, enda kom ég bara í gær,“ segir Logi. Erfitt að fara en setti sjálfan sig í fyrsta sæti Skiptunum fylgir ákveðinn fórnarkostnaður fyrir Loga sem mun ekki geta klárað tímabilið með Víkingi. Liðið er langefst í Bestu deildinni og komið í bikarúrslit. Hann þurfti hins vegar að grípa tækifærið þegar það gafst. „Það er erfitt [að yfirgefa Víkinga], sérstaklega í þessari stöðu sem við erum í, með möguleikann á að vinna tvöfalt. Það er erfitt en mér til varnar er ég búinn að vinna þetta allt, ég er búinn að upplifa þetta. Mig langaði bara að fara út um leið og tækifærið kom. En ég mun horfa á alla leiki og styðja strákana. Ég veit þeir munu klára þetta án mín,“ segir Logi um fyrrum liðsfélaga sína. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Norski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn