Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2023 10:29 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. Eins og Vísir greindi frá sendi umboðsmaður Alþingis Svandísi bréf í lok júlí. Þar óskaði hann eftir svörum um reglugerð ráðherra auk þess sem hann krafðist svara við ýmsum spurningum um ákvörðun Svandísar, meðal annars hvort reglugerðin hafi byggt á sjónarmiðum um velferð dýra, sem um gildi sérstök lög. Veiðar gætu ekki farið fram að óbreyttu Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að upphafi veiðitímabils við veiðar á langreyðum hafi verið frestað til þess að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búa meðal annars sjónarmið um velferð dýra. Það hafi verið mat ráðuneytisins, Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að niðurstöður úr eftirliti með veiðum á árinu 2022 bentu til þess að núverandi veiðiaðferðir, þar með talinn veiðibúnaður, væru háðar annmörkum þess eðlis að veiðar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra. „Frestun á upphafi veiðitímabilsins er bráðabirgðaráðstöfun sem ætlaður er skammur gildistími til að bregðast við þeim almenna vanda sem upp var kominn varðandi dýravelferð við hvalveiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framangreindum markmiðum með öðru og vægara móti en með frestun upphafs veiðitímabils, sem byggir á skýrum lagalegum grundvelli,“ segir meðal annars í samantekt á svörum ráðuneytisins. „Mat var lagt á þá röskun hagsmuna sem frestun á upphafi veiðitímabilsins væri til þess fallin að hafa í för með sér með sama hætti og endranær þegar tekin er afstaða til breytinga á reglum um veiðar.“ Mat á úrbótum vegna veiða að vænta fljótlega Til grundvallar því mati hafi ráðuneytið lagt almennar forsendur um þýðingu lengdar veiðitímabils fyrir hagsmuni þeirra sem veiðarnar stunda og almennar upplýsingar sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu um veiðarnar. „Þótt mikilvægir, fjárhagslegir hagsmunir geti verið tengdir veiðum á langreyðum verður engu að síður að gæta þess að langreyðar séu ekki veiddar eða aflífaðar með ómannúðlegum hætti, enda eru þær skyni gæddar verur sem ber að vernda fyrir óþarfa limlestingum og kvölum lögum samkvæmt.“ Frá því að ráðuneytinu hafi borist eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar í maí 2023, hafi það haft til skoðunar hvort og þá hvaða úrbætur sé unnt að gera á veiðiaðferðum, þar með talið veiðibúnaði, sem notaðar eru til að tryggja velferð dýranna við aflífun. Starfshópur ráðuneytisins, Matvælastofnun og Fiskistofu vinnur að því að afmarka og leggja sérfræðilegt mat á þær leiðir sem eru til úrbóta á aðferðum við veiðar á langreyðum í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta fljótlega. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá sendi umboðsmaður Alþingis Svandísi bréf í lok júlí. Þar óskaði hann eftir svörum um reglugerð ráðherra auk þess sem hann krafðist svara við ýmsum spurningum um ákvörðun Svandísar, meðal annars hvort reglugerðin hafi byggt á sjónarmiðum um velferð dýra, sem um gildi sérstök lög. Veiðar gætu ekki farið fram að óbreyttu Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að upphafi veiðitímabils við veiðar á langreyðum hafi verið frestað til þess að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búa meðal annars sjónarmið um velferð dýra. Það hafi verið mat ráðuneytisins, Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að niðurstöður úr eftirliti með veiðum á árinu 2022 bentu til þess að núverandi veiðiaðferðir, þar með talinn veiðibúnaður, væru háðar annmörkum þess eðlis að veiðar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra. „Frestun á upphafi veiðitímabilsins er bráðabirgðaráðstöfun sem ætlaður er skammur gildistími til að bregðast við þeim almenna vanda sem upp var kominn varðandi dýravelferð við hvalveiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framangreindum markmiðum með öðru og vægara móti en með frestun upphafs veiðitímabils, sem byggir á skýrum lagalegum grundvelli,“ segir meðal annars í samantekt á svörum ráðuneytisins. „Mat var lagt á þá röskun hagsmuna sem frestun á upphafi veiðitímabilsins væri til þess fallin að hafa í för með sér með sama hætti og endranær þegar tekin er afstaða til breytinga á reglum um veiðar.“ Mat á úrbótum vegna veiða að vænta fljótlega Til grundvallar því mati hafi ráðuneytið lagt almennar forsendur um þýðingu lengdar veiðitímabils fyrir hagsmuni þeirra sem veiðarnar stunda og almennar upplýsingar sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu um veiðarnar. „Þótt mikilvægir, fjárhagslegir hagsmunir geti verið tengdir veiðum á langreyðum verður engu að síður að gæta þess að langreyðar séu ekki veiddar eða aflífaðar með ómannúðlegum hætti, enda eru þær skyni gæddar verur sem ber að vernda fyrir óþarfa limlestingum og kvölum lögum samkvæmt.“ Frá því að ráðuneytinu hafi borist eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar í maí 2023, hafi það haft til skoðunar hvort og þá hvaða úrbætur sé unnt að gera á veiðiaðferðum, þar með talið veiðibúnaði, sem notaðar eru til að tryggja velferð dýranna við aflífun. Starfshópur ráðuneytisins, Matvælastofnun og Fiskistofu vinnur að því að afmarka og leggja sérfræðilegt mat á þær leiðir sem eru til úrbóta á aðferðum við veiðar á langreyðum í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta fljótlega.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira