Fótbolti

Marg­faldur NBA meistari haslar sér völl í spænska fót­boltanum

Aron Guðmundsson skrifar
Steve Kerr á hliðarlínunni í leik Golden State Warriors
Steve Kerr á hliðarlínunni í leik Golden State Warriors Vísir/Getty

Ste­ve Kerr, aðal­þjálfari NBA-liðsins Golden Sta­te Warri­ors sem og bandaríska landsliðsins, er orðinn hlut­hafi í spænska úr­vals­deildar­fé­laginu í fót­bolta, Real Mall­or­ca.

Frá þessu er greint á vef The At­hletic en Kerr, sem hefur stýrt Golden Sta­te Warri­ors til fjögurra NBA meistara­titla en tenging hans við for­seta fé­lagsins Andy Ko­hlberg, sem var á sínum tíma vara­for­seti Phoenix Suns í NBA deildinni, sá til þess að hann keypti hlut í liði Mall­or­ca. Ko­hlberg er meiri­hluta­eig­andi í Real Mall­or­ca.

Sem leikmaður varð Kerr fimm sinnum NBA-meistari og hluti af goðsagnakenndu liði Chicago Bulls. 

„Ég hlakka til að vera hluti af þessu verk­efni. Ég var í fríi á Mall­or­ca síðasta sumar og horfði á leik með liðinu, það að styðja við bakið á því og verða stuðnings­maður er spennandi tæki­færi,“ sagði Kerr í sam­tali við The At­hletic.

NBA tenginguna vantar ekki í eig­enda­hóp Real Mall­or­ca því auk Kerr og Ko­hlberg er þar einnig að finna goð­sögnina Ste­ve Nash sem á einnig hlut í fé­laginu.

Real Mall­or­ca endaði í 9.sæti spænsku úr­vals­deildarinnar á síðasta tíma­bili, að­eins þremur stigum frá Evrópu­sæti, en er án sigurs á yfir­standandi tíma­bili þegar tvær um­ferðir eru liðnar af deildinni.

Þó eru mögu­leikar á að fyrsti sigurinn láti sjá sig um komandi helgi þegar að liðið heim­sækir Granada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×