Lögreglumenn vilja nafnleynd vegna hótana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 14:06 Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Stöð 2 Lögreglumenn kalla eftir nafnleynd við skýrslutökur og hafa áhyggjur því að meiri alvara sé á bak við hótanir við handtökur og yfirheyrslur. Stungið er á dekk, bílar rispaðir og nýlega var kveikt í bíl lögreglukonu fyrir utan heimili hennar. Bílnum var lagt fyrir utan fjölbýlishús þar sem lögreglukonan býr ásamt fjölskyldu sinni. Málið er á borði héraðssaksóknara og er meðal annars rannsakað sem brot gegn valdstjórninni sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir málið nær fordæmalaust en þó til marks um aukna hörku í störfum þeirra. Í þessu tiltekna máli hafi þótt nokkuð augljóst hver framkvæmdi verknaðinn. Samhliða auknum vopnaburði upplifi lögreglumenn að meiri alvara sé á bak við hótanir sem komi yfirleitt fram við handtöku eða yfirheyrslur. „Lögreglumenn hafa alveg lent í því í gegnum tíðina að það hefur verið stungið á dekkin á bílum og þeir rispaðir eða lyklaðir. Svo er þessi hótun „Ég veit hvar börnin þín fara í skóla eða hvar konan þín vinnur.“ Svo er alveg þekkt að það sé verið að keyra með áberandi hætti fram hjá húsi lögreglumanna,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn reyni almennt að fela heimilisföng sín og persónuupplýsingar en kalli eftir frekari nafnleynd. „Það er mikil krafa um að fá að vera nafnlaus. Í lögregluskýrslum stendur hver yfirheyrir, og svo skrifar maður undir með nafni en það er krafa um það að fá að koma bara fram undir lögreglunúmeri. Það er misræmi í þessu og þegar við komum fyrir dóm erum við bara spurðir um lögreglunúmer en svo liggja fyrir allar skýrslur með nafni,“ segir Fjölnir og bendir á að til þess að svo megi verða þurfi reglugerðarbreytingu. Það sé sérstaklega brýnt í tilviki þeirra sem sinna rannsókn mála sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Aukin harka eigi að miklu leyti rætur í meiri umsvifum þeirra. „Ég held að það þurfi ekkert að fara í felur með það. Þeir sem eru að flytja inn allt þetta magn af fíkniefnum eru skipulagðir hópar og við vitum að það eru tengsl við Spán, Brasilíu og Eystrasaltslöndin meðal annars.“ Vegna þessa leggi lögreglumenn nú einnig mikla áherslu á svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir sem kveðið var á um í umdeildu frumvarpi til lögreglulaga sem náði ekki að ganga fram á síðasta þingi. „Við viljum fá auknar heimildir til að geta fylgst með fólki, sjá hvaða fólk er að koma til landsins og hvað þau hafa gert af sér í öðrum löndum. Til að geta unnið þetta betur og skipst á upplýsingum við erlend lögregluyfirvöld,“ segir Fjölnir. Lögreglan Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Bílnum var lagt fyrir utan fjölbýlishús þar sem lögreglukonan býr ásamt fjölskyldu sinni. Málið er á borði héraðssaksóknara og er meðal annars rannsakað sem brot gegn valdstjórninni sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir málið nær fordæmalaust en þó til marks um aukna hörku í störfum þeirra. Í þessu tiltekna máli hafi þótt nokkuð augljóst hver framkvæmdi verknaðinn. Samhliða auknum vopnaburði upplifi lögreglumenn að meiri alvara sé á bak við hótanir sem komi yfirleitt fram við handtöku eða yfirheyrslur. „Lögreglumenn hafa alveg lent í því í gegnum tíðina að það hefur verið stungið á dekkin á bílum og þeir rispaðir eða lyklaðir. Svo er þessi hótun „Ég veit hvar börnin þín fara í skóla eða hvar konan þín vinnur.“ Svo er alveg þekkt að það sé verið að keyra með áberandi hætti fram hjá húsi lögreglumanna,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn reyni almennt að fela heimilisföng sín og persónuupplýsingar en kalli eftir frekari nafnleynd. „Það er mikil krafa um að fá að vera nafnlaus. Í lögregluskýrslum stendur hver yfirheyrir, og svo skrifar maður undir með nafni en það er krafa um það að fá að koma bara fram undir lögreglunúmeri. Það er misræmi í þessu og þegar við komum fyrir dóm erum við bara spurðir um lögreglunúmer en svo liggja fyrir allar skýrslur með nafni,“ segir Fjölnir og bendir á að til þess að svo megi verða þurfi reglugerðarbreytingu. Það sé sérstaklega brýnt í tilviki þeirra sem sinna rannsókn mála sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Aukin harka eigi að miklu leyti rætur í meiri umsvifum þeirra. „Ég held að það þurfi ekkert að fara í felur með það. Þeir sem eru að flytja inn allt þetta magn af fíkniefnum eru skipulagðir hópar og við vitum að það eru tengsl við Spán, Brasilíu og Eystrasaltslöndin meðal annars.“ Vegna þessa leggi lögreglumenn nú einnig mikla áherslu á svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir sem kveðið var á um í umdeildu frumvarpi til lögreglulaga sem náði ekki að ganga fram á síðasta þingi. „Við viljum fá auknar heimildir til að geta fylgst með fólki, sjá hvaða fólk er að koma til landsins og hvað þau hafa gert af sér í öðrum löndum. Til að geta unnið þetta betur og skipst á upplýsingum við erlend lögregluyfirvöld,“ segir Fjölnir.
Lögreglan Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira