Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 12:01 Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. en samkvæmt nýrri skýrslu matvælaráðherra er fyrirtækið það eina hér á landi sem veiðir stórhveli. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna að hvalveiðar sói fjármunum allra þeirra sem að koma og tímabært að hæta þeim alfarið. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. Matvælaráðherra óskaði í vor eftir skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða hér á landi og var ráðgjafafyrirtækið Intellecon fengið til þess að gera hana. Gunnar Haraldsson er hagfræðingur hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað verið að skoða mjög afmarkaðan þátt eða beint efnahagslegt framlag hvalveiða til efnahagslífsins og það reynist ekki mikið eins og efnahagsumhverfið hefur verið á síðustu árum og áratugum og svo er niðurstaða að þrátt fyrir mikla andstöðu erlendis gegn hvalveiðum hefur það ekki áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heild eða veldur vandkvæðum við að selja íslenskar afurðir á erlendum vettvangi, “ segir Gunnar . Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Ráðuneytið gaf þær skýringar að hún væri úti á landi á vinnudegi þingflokks VG og utan þjónustusvæðis. Tímabundin stöðvun matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Í skýrslunni segir að í raun hafi aðeins Hvalur hf. stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. svaraði ekki símtölum fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna svart á hvítu að hvalveiðar borgi sig ekki. „Þetta er bara sóun fjármuna fyrir ríkið, þjóðina og Kristján Loftsson eiganda Hvals hf. sem eyðir miklum peningum í þetta. Við höfum vitað lengi að hvalveiðar borga sig ekki. Þetta er fyrst og fremst einhver ástríða hjá Kristjáni Loftssyni að fá að veiða hval og stjórnvöld hafa í gengum tíðina verið honum eftirlát. Ég held að það sé kominn tími til að hætta þessu,“ segir Árni. Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Matvælaráðherra óskaði í vor eftir skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða hér á landi og var ráðgjafafyrirtækið Intellecon fengið til þess að gera hana. Gunnar Haraldsson er hagfræðingur hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað verið að skoða mjög afmarkaðan þátt eða beint efnahagslegt framlag hvalveiða til efnahagslífsins og það reynist ekki mikið eins og efnahagsumhverfið hefur verið á síðustu árum og áratugum og svo er niðurstaða að þrátt fyrir mikla andstöðu erlendis gegn hvalveiðum hefur það ekki áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heild eða veldur vandkvæðum við að selja íslenskar afurðir á erlendum vettvangi, “ segir Gunnar . Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Ráðuneytið gaf þær skýringar að hún væri úti á landi á vinnudegi þingflokks VG og utan þjónustusvæðis. Tímabundin stöðvun matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Í skýrslunni segir að í raun hafi aðeins Hvalur hf. stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. svaraði ekki símtölum fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna svart á hvítu að hvalveiðar borgi sig ekki. „Þetta er bara sóun fjármuna fyrir ríkið, þjóðina og Kristján Loftsson eiganda Hvals hf. sem eyðir miklum peningum í þetta. Við höfum vitað lengi að hvalveiðar borga sig ekki. Þetta er fyrst og fremst einhver ástríða hjá Kristjáni Loftssyni að fá að veiða hval og stjórnvöld hafa í gengum tíðina verið honum eftirlát. Ég held að það sé kominn tími til að hætta þessu,“ segir Árni.
Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira