Innlent

Þriðja út­kallið í Reykja­dal á tveimur dögum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd frá útkalli dagsins í dag. 
Mynd frá útkalli dagsins í dag.  Landsbjörg

Björgunarsveitir voru kallaðar út í þriðja skiptið á tveimur dögum í dag. Í öll skiptin ræddi um fólk sem hafði dottið við göngu um svæðið. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Þar segir að sveitir hafi verið kallaðar út í dag vegna slasaðs ferðamanns.

Í gær voru björgunarsveitir tvisvar sinnum kallaðar út, fyrst vegna ferðamanns sem hafði dottið og hlotið opið beinbrot. Sveitir frá Árborg, Hveragerði og Eyrarbakka fluttu þann slasaða að sjúkrabíl. 

Í seinna skiptið var tilkynnt um unga konu sem hafði dottið illa og gat ekki stigið í fótinn. Björgunarsveitirnar höfðu ekki gengið frá búnaði sínum á fyrri staðnum og héldu til konunnar. Annar sjúkrabíll var kallaður út frá Selfossi þar sem enn var veriðað flytja ferðamanninn.

Þá barst í dag þriðja útkallið á sama stað. Kona hafðu dottið illa og treysti sér ekki til þess að standa upp. Björunarsveitarfólk flutti hana með sexhjóli til móts við sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×