Liverpool komið í viðræður vegna Amrabat og búið að bjóða í fyrirliða Stuttgart Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 19:31 Sofyan Amrabat í leik með Fiorentina Vísir/Getty Sky Italia greinir frá því í kvöld að Liverpool sé búið að hefja viðræður við Fiorentina um möguleg félagaskipti Sofyan Amrabat. Þá hefur félagið einnig lagt fram tilboð í landsliðsmann Japans. Það er ekkert leyndarmál að Liverpool hefur verið í leit að varnarsinnuðum miðjumanni og sérstaklega eftir að brasilíumaðurinn Fabinho yfirgaf félagið. Á síðustu dögum hefur liðið misst bæði af Moses Caceido og Romeo Lavia til Chelsea og stuðningsmenn félagsins lýst yfir óánægju með aðgerðaleysi félagsins á félagaskiptamarkaðnum. Í kvöld greinir Sky Italy hins vegar frá því að Liverpool sé komið í viðræður við ítalska félagið Fiorentina vegna Marokkóans Sofyan Amrabat. Amrabat hefur verið undir smásjánni hjá Manchester United í allt sumar en félagið hefur ekki náð að selja þá Harry Maguire og Scott McTominey og því allt á ís hjá þeim í augnablikinu. Liverpool virðist hins vegar ætla að nýta sér vandræði United og ætlar sér að næla í marokkóska landsliðsmanninn. Amrabat sló í gegn með landsliði Marokkó á heimsmeistaramótinu í Katar þar sem liðið komst alla leið í undanúrslit. EXCLUSIVE: Liverpool submit formal bid to sign Japanese midfielder Wataru End on permanent deal #LFCNegotiations ongoing with Stuttgard player wants the move as it s biggest opportunity of his career.Surprisining move by Liverpool director Schmadtke. pic.twitter.com/sQwtnp67ik— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 16, 2023 Þá sagði Fabrizio Romano frá því nú í kvöld að Liverpool hafi lagt fram tilboð í japanska miðjumanninn Wataru Endo sem leikur með Stuttgart. Endo er þrítugur miðjumaður og hefur leikið tæplega hundrað leiki fyrir Stuttgart þar sem hann er fyrirliði. Þessar fréttir koma töluvert á óvart því Endo hefur ekki verið á lista fjölmiðla yfir þá leikmenn sem talið var að Liverpool hefði áhuga á. Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
Það er ekkert leyndarmál að Liverpool hefur verið í leit að varnarsinnuðum miðjumanni og sérstaklega eftir að brasilíumaðurinn Fabinho yfirgaf félagið. Á síðustu dögum hefur liðið misst bæði af Moses Caceido og Romeo Lavia til Chelsea og stuðningsmenn félagsins lýst yfir óánægju með aðgerðaleysi félagsins á félagaskiptamarkaðnum. Í kvöld greinir Sky Italy hins vegar frá því að Liverpool sé komið í viðræður við ítalska félagið Fiorentina vegna Marokkóans Sofyan Amrabat. Amrabat hefur verið undir smásjánni hjá Manchester United í allt sumar en félagið hefur ekki náð að selja þá Harry Maguire og Scott McTominey og því allt á ís hjá þeim í augnablikinu. Liverpool virðist hins vegar ætla að nýta sér vandræði United og ætlar sér að næla í marokkóska landsliðsmanninn. Amrabat sló í gegn með landsliði Marokkó á heimsmeistaramótinu í Katar þar sem liðið komst alla leið í undanúrslit. EXCLUSIVE: Liverpool submit formal bid to sign Japanese midfielder Wataru End on permanent deal #LFCNegotiations ongoing with Stuttgard player wants the move as it s biggest opportunity of his career.Surprisining move by Liverpool director Schmadtke. pic.twitter.com/sQwtnp67ik— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 16, 2023 Þá sagði Fabrizio Romano frá því nú í kvöld að Liverpool hafi lagt fram tilboð í japanska miðjumanninn Wataru Endo sem leikur með Stuttgart. Endo er þrítugur miðjumaður og hefur leikið tæplega hundrað leiki fyrir Stuttgart þar sem hann er fyrirliði. Þessar fréttir koma töluvert á óvart því Endo hefur ekki verið á lista fjölmiðla yfir þá leikmenn sem talið var að Liverpool hefði áhuga á.
Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti