Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 09:25 Simon Byrne, lögreglustjóri Norður-Írlands, baðst afsökunar á gagnalekanum í síðustu viku. AP/Liam McBurney Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta. Eftirnöfn, skammstafanir, vinnustöðvar og deildir allra lögreglumanna og starfsmanna lögreglunnar á Norður-Írlandi, fleiri en tíu þúsund manns, voru birtar á netinu fyrir misgáning í meira en tvær klukkustundir í síðustu viku. Upplýsingarnar voru óvart látnar fylgja með svari við fyrirspurn á grundvelli upplýsingalaga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnalekinn er sagður sérlega viðkvæmur á Norður-Írlandi því herskáir hópar beina enn stundum spjótum sínum að lögreglumönnum með sprengju- og skotárásum við og við þrátt fyrir að formlega hafi ríkt friður á breska yfirráðasvæðinu í aldarfjórðung. Simon Byrne, lögreglustjórinn á Norður-Írlandi, sagðist þess fullviss að lýðveldissinnar hafi gögnin um lögreglumennina. Lögreglan gangi út frá því að þeir noti gögnin til þess að skapa ótta og óvissu og ógna lögreglumönnum og starfsmönnum lögreglunnar. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar vegna þess. Hluti af gögnunum þar sem nöfn lögreglumanna höfðu verið afmáð ásamt mynd af Gerry Kelly, þingmanni írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, var hengd upp á vegg gegnt skrifstofu hans á mánudag, að sögn flokksins. Byrne hélt því fram á mánudag að engir lögreglumenn hefðu sagt upp störfum í kjölfar lekans. Samband norðurírskra lögreglumanna sagði í síðustu viku að yfir það rigni fyrirspurnum frá áhyggjufullum félagsmönnum. Norður-Írland Persónuvernd Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Eftirnöfn, skammstafanir, vinnustöðvar og deildir allra lögreglumanna og starfsmanna lögreglunnar á Norður-Írlandi, fleiri en tíu þúsund manns, voru birtar á netinu fyrir misgáning í meira en tvær klukkustundir í síðustu viku. Upplýsingarnar voru óvart látnar fylgja með svari við fyrirspurn á grundvelli upplýsingalaga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnalekinn er sagður sérlega viðkvæmur á Norður-Írlandi því herskáir hópar beina enn stundum spjótum sínum að lögreglumönnum með sprengju- og skotárásum við og við þrátt fyrir að formlega hafi ríkt friður á breska yfirráðasvæðinu í aldarfjórðung. Simon Byrne, lögreglustjórinn á Norður-Írlandi, sagðist þess fullviss að lýðveldissinnar hafi gögnin um lögreglumennina. Lögreglan gangi út frá því að þeir noti gögnin til þess að skapa ótta og óvissu og ógna lögreglumönnum og starfsmönnum lögreglunnar. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar vegna þess. Hluti af gögnunum þar sem nöfn lögreglumanna höfðu verið afmáð ásamt mynd af Gerry Kelly, þingmanni írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, var hengd upp á vegg gegnt skrifstofu hans á mánudag, að sögn flokksins. Byrne hélt því fram á mánudag að engir lögreglumenn hefðu sagt upp störfum í kjölfar lekans. Samband norðurírskra lögreglumanna sagði í síðustu viku að yfir það rigni fyrirspurnum frá áhyggjufullum félagsmönnum.
Norður-Írland Persónuvernd Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira