HM-stjarna Spánverja var að æfa allt aðra íþrótt fyrir tveimur árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 10:30 Spain v Netherlands: Quarter Final - FIFA Women's World Cup Australia & New Zealand 2023 Salma Paralluelo of Spain and Barcelona celebrates after scoring her sides first goal during the FIFA Women's World Cup Australia & New Zealand 2023 Quarter Final match between Spain and Netherlands at Wellington Regional Stadium on August 11, 2023 in Wellington, New Zealand. (Photo by Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images) Salma Paralluelo hefur skoraði mjög mikilvæg mörk í tveimur síðustu leikjum spænska landsliðsins á HM kvenna í fótbolta. Það er ekki síst henni að þakka að spænska liðið er komið í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni. Mörkin hjá Paralluelo komu bæði eftir að hún kom inn á sem varamaður. Hún skoraði sigurmarkið í átta liða úrslitunum og kom Spáni yfir í 1-0 í undanúrslitaleiknum á móti Svíum. Paralluelo er aðeins nítján ára gömul og hefur þegar orðið heimsmeistari með bæði sautján ára og tuttugu ára landsliði Spánverja. Fótboltinn var ekki alltaf í fyrsta sæti hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það vita kannski færri að Paralluelo var líka efnileg frjálsíþróttastjarna. Hennar sérsvið var 400 metra grindahlaup en hún var einnig öflug í 400 metra hlaupi. Árið 2019 þá vann hún tvenn gullverð á Evrópuleikum unglinga en hraðast hljóp hún 400 metra grindahlaupið á 57,43 sekúndum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl að sjá hana fyrir sér á hlaupabrautinni en hún er hávaxin og með mikinn hraða. Hún hefur væntanlega flogið yfir grindurnar eins og hún keyrir upp vænginn í fótboltanum. Paralluelo valdi aftur á móti fótboltann og í fyrra gekk hún til liðs við stórlið Barcelona eftir að hafa áður spilað með Villarreal. Á sínu fyrsta tímabili með Barcelona þá skoraði hún 14 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum og vann bæði spænsku deildina og Meistaradeildina. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra og er nú þegar komin með átta mörk í fjórtán landsleikjum. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Frjálsar íþróttir Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Það er ekki síst henni að þakka að spænska liðið er komið í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni. Mörkin hjá Paralluelo komu bæði eftir að hún kom inn á sem varamaður. Hún skoraði sigurmarkið í átta liða úrslitunum og kom Spáni yfir í 1-0 í undanúrslitaleiknum á móti Svíum. Paralluelo er aðeins nítján ára gömul og hefur þegar orðið heimsmeistari með bæði sautján ára og tuttugu ára landsliði Spánverja. Fótboltinn var ekki alltaf í fyrsta sæti hjá henni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það vita kannski færri að Paralluelo var líka efnileg frjálsíþróttastjarna. Hennar sérsvið var 400 metra grindahlaup en hún var einnig öflug í 400 metra hlaupi. Árið 2019 þá vann hún tvenn gullverð á Evrópuleikum unglinga en hraðast hljóp hún 400 metra grindahlaupið á 57,43 sekúndum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl að sjá hana fyrir sér á hlaupabrautinni en hún er hávaxin og með mikinn hraða. Hún hefur væntanlega flogið yfir grindurnar eins og hún keyrir upp vænginn í fótboltanum. Paralluelo valdi aftur á móti fótboltann og í fyrra gekk hún til liðs við stórlið Barcelona eftir að hafa áður spilað með Villarreal. Á sínu fyrsta tímabili með Barcelona þá skoraði hún 14 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum og vann bæði spænsku deildina og Meistaradeildina. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra og er nú þegar komin með átta mörk í fjórtán landsleikjum. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Frjálsar íþróttir Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira