Fótbolti

Njósnað um enska kvenna­lands­liðið úr lofti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ensku landsliðskonurnar Ellie Roebuck og Chloe Kelly á leiðinni út á æfingu fyrir undanúrslitaleikinn á móti Ástralíu.
Ensku landsliðskonurnar Ellie Roebuck og Chloe Kelly á leiðinni út á æfingu fyrir undanúrslitaleikinn á móti Ástralíu. Getty/Naomi Baker

Evrópumeistarar Englands mæta heimakonum í Ástralíu í undanúrslitaleik HM kvenna í fótbolta í fyrramálið.

Það er gríðarlegur áhugi á leiknum í Ástralíu og hreinlega algjört kvennafótboltaæði í landinu. Áhuginn kallar á umfjöllun og alls konar umfjöllun.

Ástralskt blað virðist þannig hafa njósnað úr lofti um lokaða æfingu hjá enska landsliðinu í aðdraganda leiksins.

Daily Telegraph í Ástralíu birti grein undir fyrirsögninni: Einkamyndir af ensku landsliðskonunum.

„Ef ensku landsliðskonurnar héldu að þær gætu flogið undir ratarnum og inn í undanúrslitaleikinn á HM þá vöknuðu þær upp við vondan draum. Við sendum upp þyrlu til að sjá hvernig gamli erkifjandinn var að undirbúa sig, sagði enn fremur í greininni.

Undanúrslitaleikur Englands og Ástralíu hefst klukkan 10.00 í fyrrmálið en í boði er úrslitaleikur HM á móti Spánverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×