Boehly er andlit fjárfestingasjóðsins Clearlake Capital sem festi kaup á Chelsea þegar Roman Abramovich seldi félagið í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Síðan þá má segja að það hafi verið nóg um að vera á skrifstofu félagsins.
Gangi kaupin á Caicedo í gegn þá verður hann 23. leikmaðurinn sem félagið kaupir eða fær á láni síðan sumarið 2022. Ekki eru þó allir 23 leikmennirnir enn á mála hjá félaginu en Kalidou Koulibaly var seldur til Sádi-Arabíu, Pierre-Emerick Aubameyang er farinn til Marseille í Frakklandi og João Félix kom á láni en er farinn aftur til Atlético Madríd.
Chelsea signing Moisés Caicedo means they ve now spent over $1B in three transfer windows under Todd Boehly pic.twitter.com/HFMDJ2CRve
— B/R Football (@brfootball) August 14, 2023
Chelsea hefur þó ekki aðeins verið duglegt að festa kaup á leikmönnum en liðið hefur til að mynda selt leikmenn fyrir tæplega 279 milljónir Bandaríkjadala, 37 milljarða íslenskra króna, í sumar.
Hvort þessar breytingar skili liðinu í efri hluta töflunnar mun koma í ljós en lærisveinar Mauricio Pochettino hófu tímabilið á 1-1 jafntefli gegn Liverpool um liðna helgi.