Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. ágúst 2023 18:12 Sigurgeir kláraði sundið rúmlega 21 í gærkvöldi eftir fjóra og hálfan tíma í sjónum. Þráinn Kolbeinsson Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. „Ég endaði á því að synda tíu kílómetra en straumar voru óvenjulegir samkvæmt heimamanni á bátnum. Straumarnir sem venjulega hjálpa manni í lokin voru algjörlega að vinna á móti okkur þó svo að það hafi enn verið að flæða að,“ segir Sigurgeir. Grettissundið frá Drangey að Reykjanesi á Reykjaströnd er sjö kílómetrar í beinni línu. En vegna þessa óhagstæðu strauma lengdist sundið. Sigurgeir var rúma fjóra og hálfa klukkustund í sjónum og kláraði sundið klukkan 21:18. Sjórinn var fullur af marglyttum og Sigurgeir brenndist.Þráinn Kolbeinsson „Það var mjög kalt, kaldara en ég bjóst við,“ segir Sigurgeir. „Sjórinn var heitastur í átta gráðum samkvæmt skipstjóranum í Drangeyjarferðum. Mikið af köldum strengjum sem voru um sex gráður. Svo er víst hápunktur marglyttutímabils þarna sem bjó til áskorun út af fyrir sig. Það var heill hellingur af þeim alla leiðina yfir og í eitt skipti synti ég inn í straum sem var algjörlega fullur af þeim. Á einum tímapunkti sá ég ekkert nema marglyttur og er allur brunninn eftir þær.“ Sigurgeir synti Vestmannaeyjasundið á síðasta ári og hann stefnir á að synda yfir Ermarsundið árið 2025. Sigurgeir stefnir á Ermarsundið árið 2025.Þráinn Kolbeinsson Straumarnir voru óhagstæðir í gær og sundið lengdist því um þrjá kílómetra.Þráinn Kolbeinsson Skagafjörður Sjósund Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
„Ég endaði á því að synda tíu kílómetra en straumar voru óvenjulegir samkvæmt heimamanni á bátnum. Straumarnir sem venjulega hjálpa manni í lokin voru algjörlega að vinna á móti okkur þó svo að það hafi enn verið að flæða að,“ segir Sigurgeir. Grettissundið frá Drangey að Reykjanesi á Reykjaströnd er sjö kílómetrar í beinni línu. En vegna þessa óhagstæðu strauma lengdist sundið. Sigurgeir var rúma fjóra og hálfa klukkustund í sjónum og kláraði sundið klukkan 21:18. Sjórinn var fullur af marglyttum og Sigurgeir brenndist.Þráinn Kolbeinsson „Það var mjög kalt, kaldara en ég bjóst við,“ segir Sigurgeir. „Sjórinn var heitastur í átta gráðum samkvæmt skipstjóranum í Drangeyjarferðum. Mikið af köldum strengjum sem voru um sex gráður. Svo er víst hápunktur marglyttutímabils þarna sem bjó til áskorun út af fyrir sig. Það var heill hellingur af þeim alla leiðina yfir og í eitt skipti synti ég inn í straum sem var algjörlega fullur af þeim. Á einum tímapunkti sá ég ekkert nema marglyttur og er allur brunninn eftir þær.“ Sigurgeir synti Vestmannaeyjasundið á síðasta ári og hann stefnir á að synda yfir Ermarsundið árið 2025. Sigurgeir stefnir á Ermarsundið árið 2025.Þráinn Kolbeinsson Straumarnir voru óhagstæðir í gær og sundið lengdist því um þrjá kílómetra.Þráinn Kolbeinsson
Skagafjörður Sjósund Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira