„Ert þú ekki forsetinn?“ spurði einn nemandinn og fékk jákvætt svar. Guðni Th. Jóhannesson hafði verið í hjólatúr í bláu Álftanespeysunni sinni. Að sjálfsögðu með hjálm á höfðinu.
Fram kemur á vef Our Davie að nemendurnir hafi verið í skýjunum með uppákomuna. Kennarinn Laura Doub fékk líka mynd af sér með forsetanum.
„Hann var vinsamlegur, kurteis og gaf sér tíma til að sitja fyrir á ljósmynd með öllum nemendunum,“ segir Jackie Ellis, foreldri sem ferðaðist með nemendahópnum.