„Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 14:00 Líkt og Steinunn bendir á þá er Kvennaathvarfið er ekki einungis athvarf fyrir konur og börn sem þurfa að flýja heimili sín, heldur líka ráðgjöf og uppbygging sem þarf eftir sára reynslu. Þannig var það í hennar tilfelli fyrir nokkrum árum. Aðsend „Fyrir mér voru þetta mikilvæg fyrstu skref. Það sem skipti mig máli var að þarna fékk ég staðfestingu á minni upplifun. Það var svo gott að koma þarna og læra inn á þessi skref og öll þessi hugtök,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hún nýtti sér þjónustu Kvennaathvarfsins fyrir nokkrum árum og ber því vel söguna. Þann 19.ágúst næstkomandi hyggst Steinunn hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum til styrktar Kvennaathvarfinu. Vonast hún þannig til að geta gefið til baka. Dásamlegt viðmót Steinunn bendir á að Kvennaathvarfið sé ekki einungis athvarf fyrir konur og börn sem þurfi að flýja heimili sín, heldur líka ráðgjöf og uppbygging sem þurfi eftir sára reynslu. Þannig var það í hennar tilfelli fyrir nokkrum árum. „Ég þurfti ráðgjöf og aðstoð til að byggja mig upp eftir samband sem var óheilbrigt. Þetta eru auðvitað aðstæður sem ég myndi ekki óska neinum að vera í. En að sama skapi er ég afskaplega þakklát fyrir þá aðstoð sem ég fékk hjá Kvennathvarfinu.“ Hún segir viðmótið hjá Kvennaathvarfinu hafa skipt sköpum. „Þér finnst aldrei eins og þú sért að trufla, eða taka tíma frá einhverjum öðrum sem er með stærra vandamál en þú. Það er svo nauðsynlegt í þessum aðstæðum að þú fáir viðeigandi fræðslu. Þá ferðu að skilja hvers vegna þín viðbrögð eru svona og ekki hinsegin. Fræðslan kemur manni ansi langt af stað. Það eru allskonar skref sem þarf að taka. Til dæmis hvernig best er að eiga við sýslumann, og ýmiskonar praktískir hlutir. Hvernig best er að ræða þetta við börnin.“ Því meira sem við tölum um ofbeldi, því minna rými hefur það til að viðgangast. Ofbeldi þrífst nefnilega svo vel í þögninni. En það þrífst illa þegar við tölum opinskátt um hlutina. Ef ég hefði verið í þessum aðstæðum fyrir tuttugu árum þá hefði ég kannski ekki leitað mér hjálpar. En umræðan í samfélaginu er búin að opnast svo mikið, og ég vil halda henni á lofti. Andleg endurhæfing Steinunn segir ekki óalgengt að þolendur heimilisofbeldis geri lítið úr upplifun sinni og telji sér jafnvel trú um þeir sjálfir séu ekki heilir í hausnum. „Ég fann það um leið og ég kom þarna inn að ég gat slakað á. Ég var komin á réttan stað og ég gat hafið mitt bataferli.“ Steinunn starfar sem sjúkraþjálfari og veit því eitt og annað um líkamlega áverka og viðeigandi meðhöndlun. Hún segir margt líkt með því og þeirri meðferð sem þörf er á þegar um andlegt tjón er að ræða. „Það er hægt að líta á þetta þannig að þú varðst fyrir áverkum og ert núna í bataferli. Alveg eins og þegar þú brýtur bein og það þarf að gróa. Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun.“ Líkt og Steinunn bendir á þá er ekki óalgengt að þolendur heimilisofbeldis finni fyrir margvíslegum líkamlegum einkennum, enda sé líkaminn búinn að vera í stöðugu streituástandi í langan tíma. Í raun ekki ólíkt því sem þekkist hjá hermönnum sem upplifa áfallastreitu eftir langvarandi stríð. „Eins og í mínu tilfelli, þá fann ég fyrir síþreytu, ég var með svima og höfuðverki og liðverki. Þú ert búin að vera inni á heimili þar sem hefur ríkt stríðsástand. Og það tekur tíma að komast frá því.“ Steinunn segir hlaupin hafa skipt miklu máli í hennar bataferli.Aðsend Hlaupin mikilvægur partur Steinunn fór vikulega í viðtöl hjá Kvennaathvarfinu á meðan hún var að vinna úr sinni reynslu og seinna meir fékk hún einnig aðstoð í gegnum hópmeðferð hjá Bjarkarhlíð. Hún segist vera ævinlega þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut og líkt og fyrr segir hyggst hún taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safna áheitum til styrkar því mikilvæga starfi sem unnið er hjá Kvennaathvarfinu. „Hlaupin hafa reyndar verið mjög stórt partur af minni meðferð. Þetta er svo áhugavert ferðalag sem þú ferð í þegar þú ert að hlaupa, stundum gengur vel og þér líður vel og stundum gengur illa. Þú þreytist og finnur fyrir verkjum og þarft þá að rífa þig upp og minna þig á að þetta mun líða hjá. Þetta snýst um að ögra sér, æfa þrautseigjuna. Það er svo ótrúlega valdeflandi að upplifa það að maður getur komist í gegnum erfiða hluti. Og það er líka fyrirbyggjandi. Og ofan á það bætist við öllu góðu hormónin, endorfínið sem maður fær úr úr hreyfingunni. Aðspurð um hvað hún myndi ráðleggja konum sem eru í sömu aðstæðum og hún var sjálf fyrir nokkrum árum svarar Steinunn: „Ég myndi segja við þær: „Taktu upp símann og sjáðu hvað gerist.“ Það er enginn sem á eftir að gera lítið úr þinni frásögn eða dæma þig, þú munt eingöngu fá hlustun og skilning. Þú ert ekki skuldbundin neinum þó þú hringir og það er enginn að fara að krefjast neins af þér. Og það sem er mikilvægt: þú ert ekki að taka pláss frá neinum öðrum með því að biðja um hjálp.“ Hér má heita á Steinunni og styðja við starfsemi Kvennaathvarfsins. Reykjavíkurmaraþon Kvennaathvarfið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þann 19.ágúst næstkomandi hyggst Steinunn hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum til styrktar Kvennaathvarfinu. Vonast hún þannig til að geta gefið til baka. Dásamlegt viðmót Steinunn bendir á að Kvennaathvarfið sé ekki einungis athvarf fyrir konur og börn sem þurfi að flýja heimili sín, heldur líka ráðgjöf og uppbygging sem þurfi eftir sára reynslu. Þannig var það í hennar tilfelli fyrir nokkrum árum. „Ég þurfti ráðgjöf og aðstoð til að byggja mig upp eftir samband sem var óheilbrigt. Þetta eru auðvitað aðstæður sem ég myndi ekki óska neinum að vera í. En að sama skapi er ég afskaplega þakklát fyrir þá aðstoð sem ég fékk hjá Kvennathvarfinu.“ Hún segir viðmótið hjá Kvennaathvarfinu hafa skipt sköpum. „Þér finnst aldrei eins og þú sért að trufla, eða taka tíma frá einhverjum öðrum sem er með stærra vandamál en þú. Það er svo nauðsynlegt í þessum aðstæðum að þú fáir viðeigandi fræðslu. Þá ferðu að skilja hvers vegna þín viðbrögð eru svona og ekki hinsegin. Fræðslan kemur manni ansi langt af stað. Það eru allskonar skref sem þarf að taka. Til dæmis hvernig best er að eiga við sýslumann, og ýmiskonar praktískir hlutir. Hvernig best er að ræða þetta við börnin.“ Því meira sem við tölum um ofbeldi, því minna rými hefur það til að viðgangast. Ofbeldi þrífst nefnilega svo vel í þögninni. En það þrífst illa þegar við tölum opinskátt um hlutina. Ef ég hefði verið í þessum aðstæðum fyrir tuttugu árum þá hefði ég kannski ekki leitað mér hjálpar. En umræðan í samfélaginu er búin að opnast svo mikið, og ég vil halda henni á lofti. Andleg endurhæfing Steinunn segir ekki óalgengt að þolendur heimilisofbeldis geri lítið úr upplifun sinni og telji sér jafnvel trú um þeir sjálfir séu ekki heilir í hausnum. „Ég fann það um leið og ég kom þarna inn að ég gat slakað á. Ég var komin á réttan stað og ég gat hafið mitt bataferli.“ Steinunn starfar sem sjúkraþjálfari og veit því eitt og annað um líkamlega áverka og viðeigandi meðhöndlun. Hún segir margt líkt með því og þeirri meðferð sem þörf er á þegar um andlegt tjón er að ræða. „Það er hægt að líta á þetta þannig að þú varðst fyrir áverkum og ert núna í bataferli. Alveg eins og þegar þú brýtur bein og það þarf að gróa. Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun.“ Líkt og Steinunn bendir á þá er ekki óalgengt að þolendur heimilisofbeldis finni fyrir margvíslegum líkamlegum einkennum, enda sé líkaminn búinn að vera í stöðugu streituástandi í langan tíma. Í raun ekki ólíkt því sem þekkist hjá hermönnum sem upplifa áfallastreitu eftir langvarandi stríð. „Eins og í mínu tilfelli, þá fann ég fyrir síþreytu, ég var með svima og höfuðverki og liðverki. Þú ert búin að vera inni á heimili þar sem hefur ríkt stríðsástand. Og það tekur tíma að komast frá því.“ Steinunn segir hlaupin hafa skipt miklu máli í hennar bataferli.Aðsend Hlaupin mikilvægur partur Steinunn fór vikulega í viðtöl hjá Kvennaathvarfinu á meðan hún var að vinna úr sinni reynslu og seinna meir fékk hún einnig aðstoð í gegnum hópmeðferð hjá Bjarkarhlíð. Hún segist vera ævinlega þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut og líkt og fyrr segir hyggst hún taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safna áheitum til styrkar því mikilvæga starfi sem unnið er hjá Kvennaathvarfinu. „Hlaupin hafa reyndar verið mjög stórt partur af minni meðferð. Þetta er svo áhugavert ferðalag sem þú ferð í þegar þú ert að hlaupa, stundum gengur vel og þér líður vel og stundum gengur illa. Þú þreytist og finnur fyrir verkjum og þarft þá að rífa þig upp og minna þig á að þetta mun líða hjá. Þetta snýst um að ögra sér, æfa þrautseigjuna. Það er svo ótrúlega valdeflandi að upplifa það að maður getur komist í gegnum erfiða hluti. Og það er líka fyrirbyggjandi. Og ofan á það bætist við öllu góðu hormónin, endorfínið sem maður fær úr úr hreyfingunni. Aðspurð um hvað hún myndi ráðleggja konum sem eru í sömu aðstæðum og hún var sjálf fyrir nokkrum árum svarar Steinunn: „Ég myndi segja við þær: „Taktu upp símann og sjáðu hvað gerist.“ Það er enginn sem á eftir að gera lítið úr þinni frásögn eða dæma þig, þú munt eingöngu fá hlustun og skilning. Þú ert ekki skuldbundin neinum þó þú hringir og það er enginn að fara að krefjast neins af þér. Og það sem er mikilvægt: þú ert ekki að taka pláss frá neinum öðrum með því að biðja um hjálp.“ Hér má heita á Steinunni og styðja við starfsemi Kvennaathvarfsins.
Reykjavíkurmaraþon Kvennaathvarfið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira