Fótbolti

Slök byrjun með stjörnurnar í straffi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Mbappe var í stúkunni í kvöld.
Mbappe var í stúkunni í kvöld. Getty

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain fara ekki vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni. Markalaust jafntefli niðurstaðan í leik þar sem leikmenn utan liðsins vekja meiri athygli en þeir innan hans.

Um var að ræða fyrsta deildarleik liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Spánverjans Luis Enrique. Hann gat ekki valið alla leikmenn sem hann vildi úr sínum leikmannahópi en stjörnurnar Neymar og Kylian Mbappé vilja báðir burt frá félaginu og voru utan hóps. Sömu sögu er að segja af Marco Verratti.

Fjölmargir þreyttu hins vegar frumraun sína fyrir liðið í frönsku deildinni. Milan Skriniar, Lucas Hernandez, Manuel Ugarte, Marco Asensio, Goncalo Ramos og Lee Kang-in byrjuðu allir leikinn eftir að hafa komið til félagsins í sumar.

Illa gekk þeim hins vegar að fóta sig þar sem markalaust jafntefli var niðurstaðan gegn Lorient í frönsku höfuðborginni í kvöld.

Toulouse er næst á dagskrá hjá frönsku meisturunum næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×