Skjót viðbrögð skiptu sköpum þegar ungur leikmaður fór í hjartastopp Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 23:22 Axel Örn Sæmundsson er þjálfari Álftaness. kgp.is/Álftanes Axel Örn Sæmundsson, þjálfari kvennaliðs Álftaness, þakkar skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr þegar ungur leikmaður liðs hans hneig niður til jarðar og lenti í hjartastoppi í leik gegn Fjölni í 2. deild kvenna í knattspyrnu. „Það sem gerist er bara að hún hnígur niður í jörðina. Við sjáum hana aldrei detta niður, en við sjáum hana liggja á vellinum og tökum eftir því og köllum auðvitað bara á dómara leiksins og biðjum hann að stöðva leikinn,“ sagði Axel þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Axel var augljóslega í uppnámi eftir atvikið, enda vill enginn þjálfari þurfa að fylgjast með leikmanni sínum berjast fyrir lífi sínu á vellinum. „Við hlaupum að henni og fyrsta hugsun hjá mér er að það hafi bara liðið yfir hana. Við höfum séð það gerast áður og það er kannski það besta sem getur gerst í svona aðstæðum ef þú skilur hvað ég á við,“ bætir Axel við. „Ég hleyp strax inn á völlinn um leið og dómarinn stoppar leikinn og sjúkraþjálfarinn hjá Fjölni líka. Þegar við komum að henni þá byrjum við bara á að setja hana í læsta hliðarlegu og ég sé í raun og veru aldrei framan í hana því dómarinn mætti og hélt utan um andlitið á henni. Fyrir mér virtist hún vera að anda, en það kom fljótt í ljós að svo var ekki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða“ Tveir læknar voru í stúkunni sem brugðust hratt og örugglega við. „Það var foreldri í stúkunni hjá okkur sem er læknir sem hljóp beint inn á og var kominn mjög snemma ofan í atvikið. Þegar hann kemur þá var hann og sjúkraþjálfari Fjölnis, og síðan annar læknir úr stúkunni sem ég veit ekki hver er, mættir ofan í atvikið og þá bara fer ég og ákveð að vera ekkert að þyrma meira yfir þessu og fór að hugsa um alla hina leikmennina sem voru inni á vellinum í sjokki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða hana sem þýddi bara eitt.“ Líðan leikmannsins góð eftir atvikum Axel bætir við að þær fréttir sem hann hafi fengið af leikmanninum séu góðar miðað við aðstæður. „Ég hringdi í mömmu hennar áðan og hún er bara í stabílu ástandi, góðu ástandi. . Hjartsláttur er bara fínn, hún er með fulla meðvitund og hún man hvar hún er og hvar hún var og hvað hún var að gera.“ „Hún gat svarað öllum spurningum sem voru lagðar fyrir hana, kennitöluna og allt. Sem er náttúrulega bara frábært,“ segir Axel að lokum. UMF Álftanes Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
„Það sem gerist er bara að hún hnígur niður í jörðina. Við sjáum hana aldrei detta niður, en við sjáum hana liggja á vellinum og tökum eftir því og köllum auðvitað bara á dómara leiksins og biðjum hann að stöðva leikinn,“ sagði Axel þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Axel var augljóslega í uppnámi eftir atvikið, enda vill enginn þjálfari þurfa að fylgjast með leikmanni sínum berjast fyrir lífi sínu á vellinum. „Við hlaupum að henni og fyrsta hugsun hjá mér er að það hafi bara liðið yfir hana. Við höfum séð það gerast áður og það er kannski það besta sem getur gerst í svona aðstæðum ef þú skilur hvað ég á við,“ bætir Axel við. „Ég hleyp strax inn á völlinn um leið og dómarinn stoppar leikinn og sjúkraþjálfarinn hjá Fjölni líka. Þegar við komum að henni þá byrjum við bara á að setja hana í læsta hliðarlegu og ég sé í raun og veru aldrei framan í hana því dómarinn mætti og hélt utan um andlitið á henni. Fyrir mér virtist hún vera að anda, en það kom fljótt í ljós að svo var ekki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða“ Tveir læknar voru í stúkunni sem brugðust hratt og örugglega við. „Það var foreldri í stúkunni hjá okkur sem er læknir sem hljóp beint inn á og var kominn mjög snemma ofan í atvikið. Þegar hann kemur þá var hann og sjúkraþjálfari Fjölnis, og síðan annar læknir úr stúkunni sem ég veit ekki hver er, mættir ofan í atvikið og þá bara fer ég og ákveð að vera ekkert að þyrma meira yfir þessu og fór að hugsa um alla hina leikmennina sem voru inni á vellinum í sjokki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða hana sem þýddi bara eitt.“ Líðan leikmannsins góð eftir atvikum Axel bætir við að þær fréttir sem hann hafi fengið af leikmanninum séu góðar miðað við aðstæður. „Ég hringdi í mömmu hennar áðan og hún er bara í stabílu ástandi, góðu ástandi. . Hjartsláttur er bara fínn, hún er með fulla meðvitund og hún man hvar hún er og hvar hún var og hvað hún var að gera.“ „Hún gat svarað öllum spurningum sem voru lagðar fyrir hana, kennitöluna og allt. Sem er náttúrulega bara frábært,“ segir Axel að lokum.
UMF Álftanes Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira