Hubbard skoraði þriðja mark HK á síðustu mínútu fyrri hálfleiks eftir að Emily Sands og Eyrún Vala Harðardóttir höfðu komið heimakonum í 2-0 með sínu markinu hvor.
Hubbard skoraði svo fjórða mark HK strax á annarri mínútu síðari hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna tveimur mínútum síðar og innsiglaði um leið afar öruggan 5-0 sigur heimakvenna.
Með sigrinum stökk HK upp í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig eftir 14 leiki, en Afturelding situr í fimmta sæti með 23 stig.
Þá mættust Grótta og Fram á sama tíma þar sem niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Hanna Abraham kom Gróttu yfir áður en Breukelen Woodard jafnaði metin fyrir Fram.