Norman fór til Rússlands á síðasta ári. Hann var leikmaður rússneska félagsins Rostov en var lánaður til Dinamo Moskvu.
Val Norman að spila áfram fyrir rússneskt félag á sama tíma og Rússar væru að ráðast inn í Úkraínu þýddi að hann var útilokaður frá norska landsliðinu.
Rússneska blaðið Sport Express hefur nú eftir Pavel Pivoarov, knattspyrnustjóra Dinamo Moskvu, að Norman hafi yfirgefið Rússland en Verdens Gang fjallar um málið.
Pivoraov segir að Norman hafi beðið um að rifta samningnum og ástæðan eru drónaárásirnar í Moskvu.
„Hann vísaði í þessar drónaárásir og segist yfirgefa landið af öryggisástæðum,“ sagði Pavel Pivoaro og hótaði því jafnframt að félagið muni höfða mál gegn Norman vegna brots á samningi.
Pivoaro segir að leikmaðurinn hafi valið það að búa í Moskvu þótt að félagið hafi boðið honum að búa annars staðar.
Normann er 27 ára varnartengiliður sem spilaði með Norwich City í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2021-22.
Russiske medier melder at Mathias Normann skal ha forlatt Russland.
— Fotball Norge (@FotballNO) August 9, 2023
Dynamo-sjef Pavel Pivovarov truer med å opprette sak: "Normann sendte en forespørsel til Rostov om å si opp kontrakten som følge av droneangrep mot Moskva. Han forlot landet av sikkerhetsgrunner. Vi er ikke pic.twitter.com/HZ4Yq2jBCf