Fótbolti

Færeyingarnir fara með forystu til Noregs eftir endurkomusigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Árni Frederiksberg skoraði bæði mörk KÍ Klaksvík í kvöld.
Árni Frederiksberg skoraði bæði mörk KÍ Klaksvík í kvöld. Laszlo Szirtesi/Getty Images

Færeysku meistararnir í KÍ Klaksvík unnu magnaðan 2-1 endurkomusigur er liðið tók á móti Noregsmeisturum Molde í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

KÍ Klaksvík heldur áfram að koma á óvart en liðið hefur slegið út ungverska liðið Ferencvaros og sænska liðið Häcken á leið sinni í þriðju umferð forkeppninnar.

Færeyingarnir lentu þó undir gegn Molde í kvöld þegar Magnus Eikrem kom gestunum í forystu snemma í síðari hálfleik, en Árni Frederiksberg sá til þess að heimamenn unnu 2-1 sigur með tveimu mörkum áður en flautað var til leiksloka.

KÍ Klaksvík fer því með 2-1 forystu inn í seinni leik liðanna sem fram fer í Noregi að viku liðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×