Fótbolti

Seldur fyrir metfé og brast í grát við kveðju Freys

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lucas Hey.
Lucas Hey. vísir/Getty

Danski knattspyrnumaðurinn Lucas Hey gekk í raðir Nordsjælland frá Íslendingaliðinu Lyngby í dag en hann lék sinn síðasta leik fyrir Lyngby í 4-1 sigri á Midtjylland í gær.

Hey er tvítugur varnarmaður sem fékk mikið traust frá Frey Alexanderssyni, stjóra Lyngby, á síðasta tímabili þegar liðið bjargaði sér frá falli á ævintýranlegan hátt.

Myndband úr búningsklefa Lyngby eftir leikinn í gær hefur vakið mikla athygli þar sem Freyr kveður Hey með virktum og leikmaðurinn ungi á erfitt með að hemja tilfinningar sínar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Ekki er mikil ást á milli stuðningsmanna nágrannaliðanna Nordsjælland og Lyngby og félagaskiptin því nokkuð umdeild en í tilkynningu frá Lyngby segir að um sé að ræða stærstu leikmannasölu félagsins til annars dansks félags.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×