Aðeins tíu íbúar eftir í Selvogi en þeir voru um hundrað þegar mest var Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2023 14:01 Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi, sem er enn með fjárbúskap á Vogsósum en hann verður 92 ár 8. ágúst næstkomandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur margt breyst í Selvogi frá því að rúmlega níræður bóndi var að alast þar upp en þá áttu um hundrað manns heima í þorpinu en í dag eru íbúarnir aðeins tíu. Strandarkirkja er þekktast kennileiti Selvogsins. Selvogur tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfus en hér erum við að tala um lítið samfélag samhliða Suðurstrandavegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum, sem tilheyrir Selvognum og verður 92 ára næsta þriðjudag, segir margt hafa breyst í Selvogi frá því að hann var að alast þar upp. „Þetta er allt komið í eyði núna. Þegar ég var að alast upp þá voru hérna um hundrað manns í Selvoginum en nú er það komið alveg niður undir tíu. Þetta er bara orðin eyðimörk miðað við það sem það var hvað fólkið varðar,“ segir Þórarinn. Í dag eru íbúar í Selvogi aðeins 10 talsins en voru 100 þegar Þórarinn var að alast upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórarinn segir að sumarið hafi verið mjög sérstakt í Selvogi hvað veðrið varðar. „Já, sumarið er búið að vera dálítið óvenjulegt. Vorið var mjög kalt og leiðinlegt veður og svo þegar það fór að líða á þá komu þessir þurrkar, sem eru búnir að vera mikið á annan mánuð og það hefur nánast ekki komið dropi úr lofti hérna í júlí.“ Þórarinn segir að túnin hjá sér séu víða brunninn og líti illa út vegna rigningarleysis, allt sé orðið svo þurrt, ekki bara í Selvogi, heldur víða á Suðurlandi. „Maður heyrir talað um hérna á Suðurlandi að heyskapur sé mjög víða 30% minni en í meðalári,“ segir Þórarinn. Túnin eru illa farin í Selvogi vegna mikilla þurrka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þórarinn segir umferða um Suðurstrandarveg mikla en hún fer öll fram hjá bænum hans. „Það er nú mælir hérna, sem mælir umferðina hérna fyrir neðan túnið hjá mér. Þetta eru um 1500 bílar, sem fara hér um á hverjum degi, sem er ansi mikið,“ segir Þórarinn bóndi í Vogsósum. Strandarkirkja er sennilega þekktasta kennileiti Selvogsins. Ölfus Landbúnaður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Selvogur tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfus en hér erum við að tala um lítið samfélag samhliða Suðurstrandavegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum, sem tilheyrir Selvognum og verður 92 ára næsta þriðjudag, segir margt hafa breyst í Selvogi frá því að hann var að alast þar upp. „Þetta er allt komið í eyði núna. Þegar ég var að alast upp þá voru hérna um hundrað manns í Selvoginum en nú er það komið alveg niður undir tíu. Þetta er bara orðin eyðimörk miðað við það sem það var hvað fólkið varðar,“ segir Þórarinn. Í dag eru íbúar í Selvogi aðeins 10 talsins en voru 100 þegar Þórarinn var að alast upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórarinn segir að sumarið hafi verið mjög sérstakt í Selvogi hvað veðrið varðar. „Já, sumarið er búið að vera dálítið óvenjulegt. Vorið var mjög kalt og leiðinlegt veður og svo þegar það fór að líða á þá komu þessir þurrkar, sem eru búnir að vera mikið á annan mánuð og það hefur nánast ekki komið dropi úr lofti hérna í júlí.“ Þórarinn segir að túnin hjá sér séu víða brunninn og líti illa út vegna rigningarleysis, allt sé orðið svo þurrt, ekki bara í Selvogi, heldur víða á Suðurlandi. „Maður heyrir talað um hérna á Suðurlandi að heyskapur sé mjög víða 30% minni en í meðalári,“ segir Þórarinn. Túnin eru illa farin í Selvogi vegna mikilla þurrka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þórarinn segir umferða um Suðurstrandarveg mikla en hún fer öll fram hjá bænum hans. „Það er nú mælir hérna, sem mælir umferðina hérna fyrir neðan túnið hjá mér. Þetta eru um 1500 bílar, sem fara hér um á hverjum degi, sem er ansi mikið,“ segir Þórarinn bóndi í Vogsósum. Strandarkirkja er sennilega þekktasta kennileiti Selvogsins.
Ölfus Landbúnaður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira