Lífeyrissjóðir ekki lánað meira til heimila frá því fyrir faraldurinn
Hröð umskipti eru að verða á íbúðalánamarkaði þar sem hlutdeild bankanna er orðin hverfandi á sama tíma og lífeyrissjóðirnir, sem bjóða hægstæðari lánakjör um þessar mundir, eru farnir að auka talsvert umsvif sín. Hrein ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila í júní voru þau mestu í einum mánuði frá því fyrir faraldurinn í upphafi ársins 2020 en sjóðirnir hafa lánað um helmingi meira en bankarnir á fyrri árshelmingi 2023.
Tengdar fréttir
„Hættan við of samræmdar reglur á fjármálamarkaði er samræmið“
Ítrekaðar athugasemdir Seðlabanka Íslands og erlendra stofnana við stjórnarhætti lífeyrissjóða og áhættustýringu þeirra rista ekki nógu djúpt að sögn framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Hann varar við því að tilraunir til að endurskoða reglur um áhættustýringu hjá sjóðunum – í því skyni að samræma regluverkið á fjármálamarkaði – geti leitt til þess að allir bregðist við áhættu á sama hátt og þannig magnað upp áhættu á markaði.
Hvetja stjórnvöld til að endurskoða „gamaldags“ regluverk um lífeyrissjóði
Stjórnvöld ættu ekki að fresta því að undirbúa lagasetningu um hertara eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða að sögn þriggja erlendra sérfræðinga sem gerðu úttekt á starfsemi Seðlabanka Íslands.
Ekkert lát er á auknum verðtryggðum íbúðalánum hjá lífeyrissjóðum
Umskipti hafa orðið á íbúðalánamarkaði á síðustu mánuðum og misserum þar sem neytendur eru í síauknu mæli farnir að sækja á ný í verðtryggð íbúðalán umfram óvertryggð, bæði hjá bönkunum og lífeyrissjóðum, samhliða ört hækkandi vaxtastigi. Ný verðtryggð útlán lífeyrissjóða til heimila í nóvember á liðnu ári hafa ekki verið meiri frá því í marsmánuði við upphaf faraldursins 2020.