Ást er: „Er ótrúlega lánsöm að hafa nælt í hana“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 20:00 Ingileif og María Rut kynntust árið 2013, þá kom Ingileif einnig út úr skápnum eftir að hafa reynt að stíga skrefið í nokkrar vikur. Aðsend „Frá okkar fyrstu kynnum var ljóst að eitthvað alveg einstakt var í gangi,“ segir Ingileif Friðriksdóttir um kvöldið þegar leiðir hennar og Maríu Rutar Kristinsdóttur, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar lágu saman á örlagaríku ágústkvöldi árið 2013. Nú tíu árum síðar eru þær orðnar hjón, eiga þrjú börn og hafa fest kaup á draumaeigninni í Vesturbæ Reykjavíkur. Ingileif og María Rut giftu sig á Flateyri árið 2018, sama stað og þær trúlofuðu sig.Aðsend „Við vorum kynntar eitt sumarkvöld í ágúst af sameiginlegum vinkonum en höfðum ekki gefið hvorri annarri gaum framan af kvöldi. Einhvern veginn endaði kvöldið á því að við kysstust,“ segir Ingileif og bætir við: „Það var ekki aftur snúið. Ég var ekki einu sinni komin út úr skápnum, en hafði vikurnar fyrir þetta verið að fikra mig út úr honum í hænuskrefum,“ segir Ingileif. Sumarið hefur einkennst af samverustundum fjölskyldunnar.Aðsend Kvöldið var ekki aðeins örlagaríkt vegna ástarinnar sem kviknaði á milli þeirra heldur fékk Ingileif kjark til að koma út úr skápnum. „Skápahurðirnar opnuðust upp á gátt þetta kvöld,“ segir Ingileif. Samstíga hjón Aðspurð segir Ingileif samband þeirra einkennast af mikilli liðsheild, vináttu ásamt því að vera samstíga í gegnum lífið. „Heiðarleiki er okkur báðum mjög mikilvægur svo við ræðum allt og það er allt uppi á borðunum hjá okkur. Við erum bestu vinir og fáum aldrei leið á því að vera saman,“ segir hún. Fjölskyldan framar öllu Ingileif og María eiga sem fyrr segir þrjú börn. Drengina Þorgeir og Rökkva, og dótturina Hrafndísi sem kom í heiminn 3. apríl. Síðastliðnir mánuðir hafa einkennt ljúfar samverustundir fjölskyldunnar innan sem utanlands. „Við höfum notið síðustu fjögurra mánaða saman með litlu stelpunni okkar sem bættist við fjölskylduna í apríl og það hefur verið alveg dásamlegt. Í sumar hafa strákarnir okkar tveir svo verið í fríi svo við höfum verið öll saman að njóta,“ segir Ingileif og heldur áfram: María Rut, Ingileif ásamt sonum sínum Rökkva, Þorgeiri sem og loðbarninu, Míló.Aðsend „Við fórum í tvær vikur til Spánar og aðrar tvær vikur til Flateyrar svo við höfum verið dugleg að ferðast og gera skemmtilega hluti öll saman. Það er aldrei dauð stund á okkar heimili en það er nákvæmlega þannig sem við viljum hafa það. Fjölskyldan er það sem skiptir mestu máli,“ segir Ingileif en María lýkur brátt fæðingarorlofi sínu og snýr aftur til starfa. Ingileif er nýjasti viðmælandi í viðtalsliðnum Ást er. Hvað er rómantík fyrir þér? „Allir litlu hlutirnir í lífinu. Hvernig hún opnar farþegahurðina í hvert sinn sem hún dælir bensíni til að gefa mér koss, kemur óvænt heim með uppáhalds ísinn minn, gefur mér síðasta bitann af kökunni sinni, sýnir mér lag sem hún segir mér að minni sig á mig og horfir á mig á svo fallegan hátt. Svo eigum við okkur leynimerki sem við gefum hvorri annarri þegar við erum á meðal fólks og langar að segja ég elska þig án þess að aðrir sjái. Það er uppáhaldið mitt.“ Fyrsti kossinn: „Minn fyrsti koss var í leikskóla, líklega í kringum 1997. Að sögn viðstaddra voru við yfir okkur ástfangin og kysstumst reglulega eins og gömul hjón. En fyrsti kossinn okkar Maríu var seint um kvöld inni í eldhúsi heima hjá sameiginlegri vinkonu kvöldið sem við hittumst fyrst, ágúst 2013. “ Ingileif og María héldu úti hlaðvarpinu Hinseginleikinn.Aðsend Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „The Holiday. Má alveg segja það um hásumar þó hún sé jólamynd?“ Uppáhalds brake up ballaðan mín er: „Ég hef sem betur fer ekki þurft að gráta mikið yfir brake up ballöðum í gegnum tíðina. Mér líður samt alltaf eins og ég sé í ástarsorg þegar ég heyri Nothing Compares 2 U með Sinéad O’Connor.“ Lagið okkar: „Into my arms með Nick Cave. Sigríður Thorlacius söng það guðdómlega í brúðkaupinu okkar.“ Húðflúr fyrsta gjöfin Mér finnst rómantísk stefnumót vera: „Oft þau sem eru einföldust. Þegar við áttum fimm ára brúðkaupsafmæli í sumar fórum við á stefnumót heima í stofu eftir að börnin voru sofnuð. Við klæddum okkur upp, kveiktum á kertum, elduðum góðan mat við góða tónlist, borðuðum. Við fórum yfir síðasta ár og settum okkur markmið fyrir það næsta. Þetta er nú orðin árleg hefð sem mér finnst ótrúlega falleg.“ Maturinn: „Grillað lambakonfekt og meðlæti, sem hefur dekurgrillmaturinn okkar í sumar.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf makanum: „Gullhringur með ópalsteini sem hafði sérstaka merkingu fyrir hana af persónulegum ástæðum. Hún hefur ekki tekið hann niður síðan.“ Fyrsta gjöfin sem makinn gaf mér: „Tíma í tattú. Ég fór og lét húðflúra MMXIII á hendina á mér sem er 2013 í rómverskum tölustöfum. Það er árið sem við kynntumst og sömuleiðis árið sem er kom út úr skápnum.“ Konan mín er: „Algjörlega einstök manneskja. Hún er algjör ofurtöffari, einstaklega vel gefin, sjúklega skemmtileg og fyndin en á sama tíma ótrúlega einlæg, ljúf og falleg. Mér leiðist aldrei með henni og finnst hún besti félagsskapur sem ég get hugsað mér. Hún besta mamma sem ég gæti óskað mér fyrir börnin mín og er ótrúlega lánsöm að hafa nælt í hana. Hún er mín mesta gæfa.“ Rómantískasti staður á landinu: „Flateyri. Þar trúlofuðumst við og giftum okkur svo það er okkar staður. “ Ást er: „Fallegasta breytiafl heimsins.“ Ást er... Tengdar fréttir María Rut og Ingileif eignuðust dóttur Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, hafa eignast stúlku 4. apríl 2023 15:02 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Nú tíu árum síðar eru þær orðnar hjón, eiga þrjú börn og hafa fest kaup á draumaeigninni í Vesturbæ Reykjavíkur. Ingileif og María Rut giftu sig á Flateyri árið 2018, sama stað og þær trúlofuðu sig.Aðsend „Við vorum kynntar eitt sumarkvöld í ágúst af sameiginlegum vinkonum en höfðum ekki gefið hvorri annarri gaum framan af kvöldi. Einhvern veginn endaði kvöldið á því að við kysstust,“ segir Ingileif og bætir við: „Það var ekki aftur snúið. Ég var ekki einu sinni komin út úr skápnum, en hafði vikurnar fyrir þetta verið að fikra mig út úr honum í hænuskrefum,“ segir Ingileif. Sumarið hefur einkennst af samverustundum fjölskyldunnar.Aðsend Kvöldið var ekki aðeins örlagaríkt vegna ástarinnar sem kviknaði á milli þeirra heldur fékk Ingileif kjark til að koma út úr skápnum. „Skápahurðirnar opnuðust upp á gátt þetta kvöld,“ segir Ingileif. Samstíga hjón Aðspurð segir Ingileif samband þeirra einkennast af mikilli liðsheild, vináttu ásamt því að vera samstíga í gegnum lífið. „Heiðarleiki er okkur báðum mjög mikilvægur svo við ræðum allt og það er allt uppi á borðunum hjá okkur. Við erum bestu vinir og fáum aldrei leið á því að vera saman,“ segir hún. Fjölskyldan framar öllu Ingileif og María eiga sem fyrr segir þrjú börn. Drengina Þorgeir og Rökkva, og dótturina Hrafndísi sem kom í heiminn 3. apríl. Síðastliðnir mánuðir hafa einkennt ljúfar samverustundir fjölskyldunnar innan sem utanlands. „Við höfum notið síðustu fjögurra mánaða saman með litlu stelpunni okkar sem bættist við fjölskylduna í apríl og það hefur verið alveg dásamlegt. Í sumar hafa strákarnir okkar tveir svo verið í fríi svo við höfum verið öll saman að njóta,“ segir Ingileif og heldur áfram: María Rut, Ingileif ásamt sonum sínum Rökkva, Þorgeiri sem og loðbarninu, Míló.Aðsend „Við fórum í tvær vikur til Spánar og aðrar tvær vikur til Flateyrar svo við höfum verið dugleg að ferðast og gera skemmtilega hluti öll saman. Það er aldrei dauð stund á okkar heimili en það er nákvæmlega þannig sem við viljum hafa það. Fjölskyldan er það sem skiptir mestu máli,“ segir Ingileif en María lýkur brátt fæðingarorlofi sínu og snýr aftur til starfa. Ingileif er nýjasti viðmælandi í viðtalsliðnum Ást er. Hvað er rómantík fyrir þér? „Allir litlu hlutirnir í lífinu. Hvernig hún opnar farþegahurðina í hvert sinn sem hún dælir bensíni til að gefa mér koss, kemur óvænt heim með uppáhalds ísinn minn, gefur mér síðasta bitann af kökunni sinni, sýnir mér lag sem hún segir mér að minni sig á mig og horfir á mig á svo fallegan hátt. Svo eigum við okkur leynimerki sem við gefum hvorri annarri þegar við erum á meðal fólks og langar að segja ég elska þig án þess að aðrir sjái. Það er uppáhaldið mitt.“ Fyrsti kossinn: „Minn fyrsti koss var í leikskóla, líklega í kringum 1997. Að sögn viðstaddra voru við yfir okkur ástfangin og kysstumst reglulega eins og gömul hjón. En fyrsti kossinn okkar Maríu var seint um kvöld inni í eldhúsi heima hjá sameiginlegri vinkonu kvöldið sem við hittumst fyrst, ágúst 2013. “ Ingileif og María héldu úti hlaðvarpinu Hinseginleikinn.Aðsend Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „The Holiday. Má alveg segja það um hásumar þó hún sé jólamynd?“ Uppáhalds brake up ballaðan mín er: „Ég hef sem betur fer ekki þurft að gráta mikið yfir brake up ballöðum í gegnum tíðina. Mér líður samt alltaf eins og ég sé í ástarsorg þegar ég heyri Nothing Compares 2 U með Sinéad O’Connor.“ Lagið okkar: „Into my arms með Nick Cave. Sigríður Thorlacius söng það guðdómlega í brúðkaupinu okkar.“ Húðflúr fyrsta gjöfin Mér finnst rómantísk stefnumót vera: „Oft þau sem eru einföldust. Þegar við áttum fimm ára brúðkaupsafmæli í sumar fórum við á stefnumót heima í stofu eftir að börnin voru sofnuð. Við klæddum okkur upp, kveiktum á kertum, elduðum góðan mat við góða tónlist, borðuðum. Við fórum yfir síðasta ár og settum okkur markmið fyrir það næsta. Þetta er nú orðin árleg hefð sem mér finnst ótrúlega falleg.“ Maturinn: „Grillað lambakonfekt og meðlæti, sem hefur dekurgrillmaturinn okkar í sumar.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf makanum: „Gullhringur með ópalsteini sem hafði sérstaka merkingu fyrir hana af persónulegum ástæðum. Hún hefur ekki tekið hann niður síðan.“ Fyrsta gjöfin sem makinn gaf mér: „Tíma í tattú. Ég fór og lét húðflúra MMXIII á hendina á mér sem er 2013 í rómverskum tölustöfum. Það er árið sem við kynntumst og sömuleiðis árið sem er kom út úr skápnum.“ Konan mín er: „Algjörlega einstök manneskja. Hún er algjör ofurtöffari, einstaklega vel gefin, sjúklega skemmtileg og fyndin en á sama tíma ótrúlega einlæg, ljúf og falleg. Mér leiðist aldrei með henni og finnst hún besti félagsskapur sem ég get hugsað mér. Hún besta mamma sem ég gæti óskað mér fyrir börnin mín og er ótrúlega lánsöm að hafa nælt í hana. Hún er mín mesta gæfa.“ Rómantískasti staður á landinu: „Flateyri. Þar trúlofuðumst við og giftum okkur svo það er okkar staður. “ Ást er: „Fallegasta breytiafl heimsins.“
Ást er... Tengdar fréttir María Rut og Ingileif eignuðust dóttur Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, hafa eignast stúlku 4. apríl 2023 15:02 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
María Rut og Ingileif eignuðust dóttur Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, hafa eignast stúlku 4. apríl 2023 15:02