Í Færeyjum gerðu liðin markalaust jafntefli. Valgeir Lunddal, leikmaður Häcken, fékk gult spjald. Það var því allt jafnt fyrir seinni leikinn í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.
Gestirnir frá Færeyjum komust yfir með marki frá Árna Frederiksberg á 17 mínútu. Sænsku meistararnir jöfnuðu sjö mínútum síðar með marki frá Tobias Sana og staðan var jöfn 1-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði með látum og Amor Layouni kom heimamönnum yfir þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Fjörið hélt áfram og Árni Frederiksberg bætti við sínu öðru marki þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu fimm mínútum eftir að Häcken komst yfir.
Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Häcken en var tekinn af velli á 70. mínútu fyrir Simon Sandberg. Fleiri urðu mörkin ekki og grípa þurfir til framlengingar.
Í þann mund sem fyrri hálfleikur framlengingarinnar var að klárast skoraði Ibrahim Sadiq þriðja mark Häcken. Frederiksberg var ekki búinn að syngja sitt síðasta og gerði sitt þriðja mark og jafnaði leikinn 3-3.
Eftir 120 mínútur var staðan jöfn 3-3 og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Klaksvík vann vítaspyrnukeppnina 3-4 og tryggði sér farseðilinn í næstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.