Bandaríkin stálheppin að fylgja Hollandi Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 09:00 Danielle Van De Donk skoraði fimmta mark Hollendinga í stórsigrinum gegn Víetnam. Getty/Lars Baron Holland tryggði sér sigur í E-riðli á HM kvenna í fótbolta í dag, með stórsigri gegn Víetnam, en Bandaríkin voru stálheppinn að falla ekki úr keppni í viðureign sinni við Íslandsbanana í Portúgal. Hollendingar áttu ekki í neinum vandræðum gegn Víetnam og voru 5-0 yfir í hálfleik, en leiknum lauk með 7-0 sigri Hollands þar sem Jill Roord og Esmee Brugts skoruðu tvö mörk hvor. Það var því alveg ljóst að leikur Portúgals og Bandaríkjanna væri úrslitaleikur um að fylgja Hollandi upp úr riðlinum og til þess dugði Bandaríkjunum jafntefli. Jafntefli varð líka niðurstaðan, 0-0, en óhætt er að segja að það hafi staðið tæpt. Bandaríkjakonur voru reyndar betri í leiknum og sköpuðu sér álitlegri færi, en þegar uppbótartíminn var að hefjast áttu Portúgalar bestu marktilraun leiksins. Ana Capeta, sem var nýkomin inn á sem varamaður, komst þá óvænt í dauðafæri en skot hennar fór í stöngina og út. Liðsfélagar hennar á varamannabekknum og starfslið portúgalska liðsins var hreinlega byrjað að fagna en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Portúgalska liðið gerði afar vel gegn Bandaríkjunum í dag en það dugði ekki til.Getty/Fiona Goodall Bandaríkin á leið í leik við Svía Þar með endaði Holland efst í riðlinum með sjö stig en Bandaríkin með fimm. Portúgal, sem sló út Ísland til að komast á heimsmeistaramótið, féll úr keppni með naumasta hætti og endaði með fjögur stig. Víetnam féll úr leik án þess að skora mark, án stiga. Í 16-liða úrslitunum mæta Bandaríkin sigurliði G-riðils en Hollendingar mæta liðinu úr 2. sæti riðilsins. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með 6 stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með 3 stig. Suður-Afríka og Argentína eru með 1 stig hvort. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Hollendingar áttu ekki í neinum vandræðum gegn Víetnam og voru 5-0 yfir í hálfleik, en leiknum lauk með 7-0 sigri Hollands þar sem Jill Roord og Esmee Brugts skoruðu tvö mörk hvor. Það var því alveg ljóst að leikur Portúgals og Bandaríkjanna væri úrslitaleikur um að fylgja Hollandi upp úr riðlinum og til þess dugði Bandaríkjunum jafntefli. Jafntefli varð líka niðurstaðan, 0-0, en óhætt er að segja að það hafi staðið tæpt. Bandaríkjakonur voru reyndar betri í leiknum og sköpuðu sér álitlegri færi, en þegar uppbótartíminn var að hefjast áttu Portúgalar bestu marktilraun leiksins. Ana Capeta, sem var nýkomin inn á sem varamaður, komst þá óvænt í dauðafæri en skot hennar fór í stöngina og út. Liðsfélagar hennar á varamannabekknum og starfslið portúgalska liðsins var hreinlega byrjað að fagna en boltinn fór ekki inn fyrir línuna. Portúgalska liðið gerði afar vel gegn Bandaríkjunum í dag en það dugði ekki til.Getty/Fiona Goodall Bandaríkin á leið í leik við Svía Þar með endaði Holland efst í riðlinum með sjö stig en Bandaríkin með fimm. Portúgal, sem sló út Ísland til að komast á heimsmeistaramótið, féll úr keppni með naumasta hætti og endaði með fjögur stig. Víetnam féll úr leik án þess að skora mark, án stiga. Í 16-liða úrslitunum mæta Bandaríkin sigurliði G-riðils en Hollendingar mæta liðinu úr 2. sæti riðilsins. Nær öruggt er að Svíar vinni G-riðil en liðið er með 6 stig fyrir lokaumferðina á morgun og tíu mörkum betri markatölu en Ítalía sem er með 3 stig. Suður-Afríka og Argentína eru með 1 stig hvort.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira