Dani Alves enn í fangelsi og verður ákærður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2023 12:30 Dani Alves á varamannabekknum hjá Brasilíu á HM í Katar í desember 2022. Getty/Richard Sellers Dani Alves verður ákærður fyrir kynferðisbrot en dómari ákvað þetta og tilkynnti i spænskum réttarsal í gær eftir að hafa fundið næg sönnunargögn gegn brasilíska knattspyrnumanninum. Hinn fertugi Alves hefur setið inn í fangelsi síðan að hann var handtekinn í janúar. Hann losnaði ekki gegn tryggingu þar sem dómari taldi of miklar líkur á því að hann reyndi að flýja land. ESPN segir frá. Alves er ákærður fyrir að nauðga konu á næturklúbbi í Barcelona á næstsíðasta degi síðasta árs, 30. desember 2022. Hann heldur fram sakleysi sínu og segir að konan hafi samþykkt kynlífið. Alves hafði boðist til að afhenda vegabréf sitt og ganga um með staðsetningartæki á fætinum. Það dugði hins vegar ekki til að komast úr fangelsinu. Málið verður ekki tekið fyrir fyrr í réttarsalnum fyrr en seinna á þessu ári eða á byrjun þess næsta. Alves verður því í fanglesi næstu mánuði og á hættu að fá fimmtán ára dóm. Alves er einn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann hefur unnið 42 titla á ferlinum þar af Meistaradeildina þrisvar með Barcelona og tvo Suðurameríkutitla með brasilíska landsliðinu. Hann tók þátt í sinni þriðju heimsmeistarakeppni í Katar í fyrra og var nýkominn heim frá mótinu þegar hann var út á lífinu þetta örlagaríka kvöld í Barcelona. The Brazilian soccer player has been in custody since January on accusations he sexually assaulted a woman at a nightclub in Barcelona on Dec. 30 https://t.co/134CRzAM78— El País English Edition (@elpaisinenglish) August 1, 2023 Spænski boltinn Mál Dani Alves Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Hinn fertugi Alves hefur setið inn í fangelsi síðan að hann var handtekinn í janúar. Hann losnaði ekki gegn tryggingu þar sem dómari taldi of miklar líkur á því að hann reyndi að flýja land. ESPN segir frá. Alves er ákærður fyrir að nauðga konu á næturklúbbi í Barcelona á næstsíðasta degi síðasta árs, 30. desember 2022. Hann heldur fram sakleysi sínu og segir að konan hafi samþykkt kynlífið. Alves hafði boðist til að afhenda vegabréf sitt og ganga um með staðsetningartæki á fætinum. Það dugði hins vegar ekki til að komast úr fangelsinu. Málið verður ekki tekið fyrir fyrr í réttarsalnum fyrr en seinna á þessu ári eða á byrjun þess næsta. Alves verður því í fanglesi næstu mánuði og á hættu að fá fimmtán ára dóm. Alves er einn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann hefur unnið 42 titla á ferlinum þar af Meistaradeildina þrisvar með Barcelona og tvo Suðurameríkutitla með brasilíska landsliðinu. Hann tók þátt í sinni þriðju heimsmeistarakeppni í Katar í fyrra og var nýkominn heim frá mótinu þegar hann var út á lífinu þetta örlagaríka kvöld í Barcelona. The Brazilian soccer player has been in custody since January on accusations he sexually assaulted a woman at a nightclub in Barcelona on Dec. 30 https://t.co/134CRzAM78— El País English Edition (@elpaisinenglish) August 1, 2023
Spænski boltinn Mál Dani Alves Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira