Óttast það að það gæti tekið átján mánuði að selja Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 10:31 Félagar úr 1958 stuðningmannasamtökum Manchester United sjást hér að mótmæla Glazer fjölskyldunni. Getty/Peter Byrne Salan endalausa á Manchester United virðist ætla að teygja sig inn á annað keppnistímabil miðað við hvað er lítið að frétta af málinu. Reglulega berast fréttir af því að salan sé að klárast en svo gerist ekki neitt. Viðræður standa enn yfir þar sem tveir keppinautar um að fá að kaupa Manchester United hafa enn ekki komust í mark með kaupin. Vandamálið er þó frekar marklínan sem bandarísku eigendurnir virðast alltaf vera að færa í lengra í burtu. Tveir í kapphlaupinu Þetta eru Sheikinn Jassim bin Hamad Al Thani sem vill kaupa Manchester United í heilu lagi og breski auðjöfurinn Sir Jim Ratcliffe sem vill kaupa meirihluta í félaginu en leyfa nokkrum úr Glazers fjölskyldunni að eiga enn hlut í félaginu. Breska ríkisútvarpið ræddi við menn úr stuðningsmannahóp Manchester United en þeir hafa lengi mótmælt því að Glazer ættin sé enn við völd hjá félaginu. Það er óhætt að segja að menn þar á bæ séu svartsýnir um framhaldið. Andy Vermaut shares:Man Utd takeover: Fan protest group fears 18-month process: The 1958 Group, a Manchester United fan protest organisation, tells BBC Sport about its concerns over the continued involvement of the Glazer family. Thank you https://t.co/kEOL52Tf0P pic.twitter.com/wjE6IZJRK1— Andy Vermaut (@AndyVermaut) July 27, 2023 1958 hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum gegn Glazer fjölskyldunni og tveir úr honum ræddu málin í hlaðvarpsþættinum „How To Buy A Football Club“ á BBC en þeir vildu þó ekki koma fram undir nafni. „Stuðningsmannahópurinn er stór og brotinn. Fullt af fólki hefur alls konar skoðanir. Um leið og einhver stendur upp og segir sína skoðun þá er hann dæmdur harkalega,“ sagði annar þeirra. Eyðilögðu félagið fyrir heillri kynslóð „Skaði þessarar Glazers fjölskyldu veður aldrei tekinn saman að fullu en hún hefur eyðilegt félagið fyrir heillri kynslóð. Þetta er persónulegt fyrir okkur því þetta er okkar samfélag og okkar fjölskylda,“ sagði fulltrúi 1958 samtakanna. „Fullt af stuðningsmönnum United myndu sætta sig við að falla úr deildinni ef það þýddi að við myndum losna við Glazers fjölskylduna. Sjáðu hvað gerðist þegar Glazers fjölskyldan kom inn. Sumir stuðningsmenn stofnuðu annað félagið. Það sýnir sterka skoðanir.“ „Stuðningsmenn annarra félaga segja að við séu ofdekraðir en þeir væru ekki til í að fólk eins og Glazers fjölskyldan stýrði þeirra félagi.“ 1958 samtökin eru ekki hissa á því að þetta taki svo langan tíma. Mjög pirrandi „Sjáðu bara tímann sem það tók söluna á Newcastle að fara í gegn. Það var upp á 300 milljónir og Mike Ashley vildi selja. Það tók átján mánuði. Þetta eru kaup upp á sex milljarða punda og það þarf að fera sex fjölskyldumeðlimi ánægða. Þetta hefur þegar tekið átta mánuði. Þetta er mjög pirrandi en þetta gæti tekið ár. Þetta gæti tekið átján mánuði,“ sagði fulltrúi 1958 samtakanna. Nýjustu fréttir eru að Glazer fjölskyldan ætli að klára söluna á félaginu fyrir komandi tímabil en hversu oft hafa stuðningsmenn United heyrt slíkar fréttir. Sagan segir okkur að það gangi líklega ekki eftir ekki frekar en í öll hin skiptin þegar salan átti að vera ganga í gegn. EXCLUSIVE NEWS:The Glazers are expected to decide on the sale of the club before the start of the season in the Premier League.There is a great positivity from Qatar that they will be the winners of the competition for the buy.[Sky] pic.twitter.com/0D6fcpgHuq— Sky Sports Premier League (@Sky_SportPL) July 31, 2023 Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Viðræður standa enn yfir þar sem tveir keppinautar um að fá að kaupa Manchester United hafa enn ekki komust í mark með kaupin. Vandamálið er þó frekar marklínan sem bandarísku eigendurnir virðast alltaf vera að færa í lengra í burtu. Tveir í kapphlaupinu Þetta eru Sheikinn Jassim bin Hamad Al Thani sem vill kaupa Manchester United í heilu lagi og breski auðjöfurinn Sir Jim Ratcliffe sem vill kaupa meirihluta í félaginu en leyfa nokkrum úr Glazers fjölskyldunni að eiga enn hlut í félaginu. Breska ríkisútvarpið ræddi við menn úr stuðningsmannahóp Manchester United en þeir hafa lengi mótmælt því að Glazer ættin sé enn við völd hjá félaginu. Það er óhætt að segja að menn þar á bæ séu svartsýnir um framhaldið. Andy Vermaut shares:Man Utd takeover: Fan protest group fears 18-month process: The 1958 Group, a Manchester United fan protest organisation, tells BBC Sport about its concerns over the continued involvement of the Glazer family. Thank you https://t.co/kEOL52Tf0P pic.twitter.com/wjE6IZJRK1— Andy Vermaut (@AndyVermaut) July 27, 2023 1958 hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum gegn Glazer fjölskyldunni og tveir úr honum ræddu málin í hlaðvarpsþættinum „How To Buy A Football Club“ á BBC en þeir vildu þó ekki koma fram undir nafni. „Stuðningsmannahópurinn er stór og brotinn. Fullt af fólki hefur alls konar skoðanir. Um leið og einhver stendur upp og segir sína skoðun þá er hann dæmdur harkalega,“ sagði annar þeirra. Eyðilögðu félagið fyrir heillri kynslóð „Skaði þessarar Glazers fjölskyldu veður aldrei tekinn saman að fullu en hún hefur eyðilegt félagið fyrir heillri kynslóð. Þetta er persónulegt fyrir okkur því þetta er okkar samfélag og okkar fjölskylda,“ sagði fulltrúi 1958 samtakanna. „Fullt af stuðningsmönnum United myndu sætta sig við að falla úr deildinni ef það þýddi að við myndum losna við Glazers fjölskylduna. Sjáðu hvað gerðist þegar Glazers fjölskyldan kom inn. Sumir stuðningsmenn stofnuðu annað félagið. Það sýnir sterka skoðanir.“ „Stuðningsmenn annarra félaga segja að við séu ofdekraðir en þeir væru ekki til í að fólk eins og Glazers fjölskyldan stýrði þeirra félagi.“ 1958 samtökin eru ekki hissa á því að þetta taki svo langan tíma. Mjög pirrandi „Sjáðu bara tímann sem það tók söluna á Newcastle að fara í gegn. Það var upp á 300 milljónir og Mike Ashley vildi selja. Það tók átján mánuði. Þetta eru kaup upp á sex milljarða punda og það þarf að fera sex fjölskyldumeðlimi ánægða. Þetta hefur þegar tekið átta mánuði. Þetta er mjög pirrandi en þetta gæti tekið ár. Þetta gæti tekið átján mánuði,“ sagði fulltrúi 1958 samtakanna. Nýjustu fréttir eru að Glazer fjölskyldan ætli að klára söluna á félaginu fyrir komandi tímabil en hversu oft hafa stuðningsmenn United heyrt slíkar fréttir. Sagan segir okkur að það gangi líklega ekki eftir ekki frekar en í öll hin skiptin þegar salan átti að vera ganga í gegn. EXCLUSIVE NEWS:The Glazers are expected to decide on the sale of the club before the start of the season in the Premier League.There is a great positivity from Qatar that they will be the winners of the competition for the buy.[Sky] pic.twitter.com/0D6fcpgHuq— Sky Sports Premier League (@Sky_SportPL) July 31, 2023
Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira