Fótbolti

Sverrir Ingi stóð vaktina í hjarta varnarinnar í sigri

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason spilaði um það bil 67 mínútur í sigrinum í dag. 
Sverrir Ingi Ingason spilaði um það bil 67 mínútur í sigrinum í dag.  Vísir/Getty

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, karla hóf leikinn í miðri vörn Midtjylland þegar liðið sigraði Silkeborg, 2-0, á heimavelli sínum í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. 

Sverrir Ingi, sem kom til Midtjylland frá PAOK í Grikklandi fyrir þetta keppnistímabil var tekinn af velli eftir tæplega 70 mínútna leik.

Midtjylland hefur líkt og Íslendingaliðið FC Köbenhavn haft betur í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×