Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun
![Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, er skrifuð fyrir umsögninni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri hafa unnið að framgangi málsins.](https://www.visir.is/i/2F201F9AA8B89FE7A0DE6F9F23D7E79DB9A29BE1D1DC4C2AFED3E0D9604FAC9B_713x0.jpg)
Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað.