Fótboltavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá því að samkomulag hafi náðst milli Al Nassr og Bayern München og Mané sé á leiðinni til Sádi-Arabíu.
Sadio Mané to Al Nassr, here we go! Deal in place between the two clubs, Bayern have accepted the verbal proposal after advanced talks yesterday
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 28, 2023
Paperwork to be checked on player side and then medical will be booked, deal will be done.
Fofana, Brozovi , Telles Mané pic.twitter.com/w0eZqFQxgD
Mané gekk í raðir Bayern frá Liverpool í fyrra en fyrsta og eina tímabil hans í München gekk ekki eins og í sögu.
Mané fór reyndar ágætlega af stað með Bayern en náði sér ekki á strik eftir meiðslin sem héldu honum frá keppni á HM. Þá var hann settur í bann af Bayern fyrir að kýla samherja sinn, Leroy Sané, eftir leik gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu.
Al Nassr hefur heldur betur verið aðsópsmikið á félagaskiptamarkaðnum að undanförnu. Um áramótin fékk liðið sjálfan Ronaldo og síðan hafa Alex Telles, Seko Fofana og Marcelo Brozovic bæst í hópinn. Mané verður svo væntanlega staðfestur sem nýr leikmaður Al Nassr áður en langt um líður.