Frussuskemmtileg ræma um þekktasta dúkkumerki veraldar Íris Hauksdóttir skrifar 27. júlí 2023 10:47 Tómas Valgeirsson rýnir í Barbie. Kvikmyndarýnirinn, blaðamaðurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Tómas Valgeirsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Hann sér nær allar myndir sem rata á hvíta tjaldið og deilir skoðunum sínum með áhugasömum hlustendum og lesendum. Það var því ekki úr vegi að spyrja Tómas, hvernig honum hafi fundist heitasta myndin um þessar mundir en hann mætti eins og svo margir á frumsýningu Barbie nú fyrir skömmu. „Persónulega met ég góðar gamanmyndir út frá hlutfalli þeirra skipta þar sem ég skelli upp úr eða glotti. Flóknara er það varla, en eftir Barbie varð mér raunverulega illt í andlitinu. Ég hló eins og bavíani og er satt að segja hissa yfir hversu vel tókst til með að gera svona hnyttna, skarpa, hugmyndaríka, furðulega fallega og frussuskemmtilega ræmu um þekktasta dúkkumerki veraldar. Kvikmyndin Barbie nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. IMDB Þetta er ofar öllu frábær ádeila, yndislega existentialísk og feminísk saga þar sem handritið hræðist þess heldur ekki að skjóta föstum skotum á neysluhyggju og kynjamyndir raunheimsins. Þó er líka undirliggjandi þroskasaga um sjálfsuppgötvun. Listilega leikin og flippuð í þokkabót og má lengi telja upp hvern senuþjófinn á fætur öðrum. Barbie er absólút dásemd. Ég bjóst við góðri skemmtun, enda Greta Gerwig frábær leikstjóri og penni, en undir lokin var ég farinn að fella fáein tár og ekki bara yfir húmornunum. Þetta er grínlaust með ferskari og skemmtilegri Hollywood myndum sem hafa komið út á síðustu misserum. Mynd sem hefur aflið til að bæði sameina heilu kynslóðirnar og fæla frá hina óöruggustu karlpunga sem munu lengi vel misskilja boðskap sögunnar. Tómas segir þetta augnablikið þegar Barbie myndin breyttist frá því að vera kvikmynd yfir í að verða listaverk.aðsend Textaþýðandi myndarinnar á einnig alla virðingu skilið fyrir glæsilega þýðingu á vissum lögum og ekki síður frasann 'að flóa sér.'“ Áhugasamir geta hlustað meira á Tómas hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Það var því ekki úr vegi að spyrja Tómas, hvernig honum hafi fundist heitasta myndin um þessar mundir en hann mætti eins og svo margir á frumsýningu Barbie nú fyrir skömmu. „Persónulega met ég góðar gamanmyndir út frá hlutfalli þeirra skipta þar sem ég skelli upp úr eða glotti. Flóknara er það varla, en eftir Barbie varð mér raunverulega illt í andlitinu. Ég hló eins og bavíani og er satt að segja hissa yfir hversu vel tókst til með að gera svona hnyttna, skarpa, hugmyndaríka, furðulega fallega og frussuskemmtilega ræmu um þekktasta dúkkumerki veraldar. Kvikmyndin Barbie nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. IMDB Þetta er ofar öllu frábær ádeila, yndislega existentialísk og feminísk saga þar sem handritið hræðist þess heldur ekki að skjóta föstum skotum á neysluhyggju og kynjamyndir raunheimsins. Þó er líka undirliggjandi þroskasaga um sjálfsuppgötvun. Listilega leikin og flippuð í þokkabót og má lengi telja upp hvern senuþjófinn á fætur öðrum. Barbie er absólút dásemd. Ég bjóst við góðri skemmtun, enda Greta Gerwig frábær leikstjóri og penni, en undir lokin var ég farinn að fella fáein tár og ekki bara yfir húmornunum. Þetta er grínlaust með ferskari og skemmtilegri Hollywood myndum sem hafa komið út á síðustu misserum. Mynd sem hefur aflið til að bæði sameina heilu kynslóðirnar og fæla frá hina óöruggustu karlpunga sem munu lengi vel misskilja boðskap sögunnar. Tómas segir þetta augnablikið þegar Barbie myndin breyttist frá því að vera kvikmynd yfir í að verða listaverk.aðsend Textaþýðandi myndarinnar á einnig alla virðingu skilið fyrir glæsilega þýðingu á vissum lögum og ekki síður frasann 'að flóa sér.'“ Áhugasamir geta hlustað meira á Tómas hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira