Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina UMFÍ 27. júlí 2023 08:32 Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki og er búist við miklum fjölda þátttakenda eins og venjulega. Myndir/UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki en þetta er 24. unglingalandsmótið sem UMFÍ heldur og það fjórða sem er haldið á Sauðárkróki. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og ætlað keppendum á aldrinum 11-18 ára. „Vinsældir mótsins hafa alltaf verið miklar,“ segir Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki. „Unglingalandsmótin hafa breyst með tíðarandanum og mikil áhersla er alltaf lögð á lýðheilsu barna og ungmenna. Ungmennaandinn skín mjög vel í gegn þessa helgi þar sem aðaláherslan er að vera með, taka þátt og hafa gaman.“ Pálína Ósk Hraundal er verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki. Hægt er að keppa í 19 keppnisgreinum á mótinu og eru sumar þeirra frumlegar og skemmtilegar. Auk þeirra verður líka boðið upp á margar íþróttakynningar segir Pálína. „Það er hægt að keppa í hefðbundnum íþróttagreinum á borð við körfubolta, sund, frjálsum íþróttum og knattspyrnu en einnig í upplestri, stafsetningu og kökuskreytingum.“ Meðal íþróttakynninga sem boðið verður upp á er til dæmis blindrabolti. „Þar kíkjum við inn í heim þeirra sem blindir eru. Boltinn er með bjöllum innan í. Hver keppandi þarf aðstoðarmann sem styður við öxl hans og leiðbeinir.“ Einnig verður boðið upp á badminton LED en þá er slökkt nær alveg á ljósunum í íþróttahúsinu og spilað badminton. „Kúlurnar eru með LED ljósi svo þetta verður eitthvað. Tónlist, badminton og frábær stemmning.“ Andrew Henderson, fimmfaldur heimsmeistari, mun stýra skemmtilegum vinnubúðum í Football Freestyle. Andrew hefur kennt stórstjörnum í knattspyrnu eins og Ronaldo. Það er ekki bara keppt í íþróttum á mótinu heldur er líka boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna um helgina. „Andrew Henderson, fimmfaldur heimsmeistari, kemur til okkar frá London en hann mun stýra skemmtilegum vinnubúðum í Football Freestyle. Andrew hefur kennt stórstjörnum í knattspyrnu eins og Ronaldo, Messi og Neymar svo einhverjir séu nefndir og á nokkur met skráð í heimsmetabók Guinness.“ BMX BRÓS verða einnig með hressilega sýningu á tartan-hlaupabrautinni á íþróttasvæðinu á laugardagskvöldinu. „Það eru hreint ótrúlegar kúnstir sem þeir láta sér detta í hug og framkvæma. Hópur landsliðsfólks í fimleikum mætir líka á svæðið og verður með sýningu. Að henni lokinni fá ungmenni að taka þátt og prófa undir styrkri og öruggri leiðsögn landsliðsfólksins. Einnig verður mikið framboð fyrir yngstu garpana eins og hæfileikakeppni, söngvagleði, leikjagarður, sandkastalakeppni og litlir hoppukastalar.“ Hægt er að keppa í 19 keppnisgreinum á mótinu og eru sumar þeirra frumlegar og skemmtilegar. Á kvöldin tekur svo tónlistin völdin. „Dansveit Dósa heldur uppi stuðinu á föstudagskvöldinu, Herra Hnetusmjör, Valdís Valbjörns og Emmsjé Gauti koma fram á laugardagskvöldinu og á sunnudag mæta þau Magni, Guðrún Árný ásamt Jóni Arnóri og Baldri og sjá um kvöldskemmtunina og brekkusönginn. Þá verður einnig glæsileg flugeldasýning.“ Tónlistin tekur völdin á kvöldin þar sem fjölmargir þekktir tónlistarmenn koma fram. Unglingalandsmótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og lýkur sunnudaginn 6. ágúst. Mótsgjald er kr. 8.900 kr. og innifalið í því er þátttaka í öllum keppnisgreinum á mótinu, aðgangur að öllum viðburðum á mótinu, aðgangur að öllum sundlaugum í Skagafirði. Aðgangur að tjaldsvæðið mótsins fyrir alla fjölskylduna er einnig innifalinn. Sambandsaðilar UMFÍ styrkja sumir þátttakendur á sínu svæði að hluta eða öllu leyti. Aðrir veita þátttakendur á sínu svæði ýmsan varning til viðbótar, svo sem peysur eða boli merkta sambandsaðilanum. Skráning fer fram á umfi.is og skráningarfrestur rennur út á miðnætti þann 31. júlí. Nánari upplýsingar á umfi.is. Íþróttir barna Frjálsar íþróttir Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
„Vinsældir mótsins hafa alltaf verið miklar,“ segir Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki. „Unglingalandsmótin hafa breyst með tíðarandanum og mikil áhersla er alltaf lögð á lýðheilsu barna og ungmenna. Ungmennaandinn skín mjög vel í gegn þessa helgi þar sem aðaláherslan er að vera með, taka þátt og hafa gaman.“ Pálína Ósk Hraundal er verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki. Hægt er að keppa í 19 keppnisgreinum á mótinu og eru sumar þeirra frumlegar og skemmtilegar. Auk þeirra verður líka boðið upp á margar íþróttakynningar segir Pálína. „Það er hægt að keppa í hefðbundnum íþróttagreinum á borð við körfubolta, sund, frjálsum íþróttum og knattspyrnu en einnig í upplestri, stafsetningu og kökuskreytingum.“ Meðal íþróttakynninga sem boðið verður upp á er til dæmis blindrabolti. „Þar kíkjum við inn í heim þeirra sem blindir eru. Boltinn er með bjöllum innan í. Hver keppandi þarf aðstoðarmann sem styður við öxl hans og leiðbeinir.“ Einnig verður boðið upp á badminton LED en þá er slökkt nær alveg á ljósunum í íþróttahúsinu og spilað badminton. „Kúlurnar eru með LED ljósi svo þetta verður eitthvað. Tónlist, badminton og frábær stemmning.“ Andrew Henderson, fimmfaldur heimsmeistari, mun stýra skemmtilegum vinnubúðum í Football Freestyle. Andrew hefur kennt stórstjörnum í knattspyrnu eins og Ronaldo. Það er ekki bara keppt í íþróttum á mótinu heldur er líka boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna um helgina. „Andrew Henderson, fimmfaldur heimsmeistari, kemur til okkar frá London en hann mun stýra skemmtilegum vinnubúðum í Football Freestyle. Andrew hefur kennt stórstjörnum í knattspyrnu eins og Ronaldo, Messi og Neymar svo einhverjir séu nefndir og á nokkur met skráð í heimsmetabók Guinness.“ BMX BRÓS verða einnig með hressilega sýningu á tartan-hlaupabrautinni á íþróttasvæðinu á laugardagskvöldinu. „Það eru hreint ótrúlegar kúnstir sem þeir láta sér detta í hug og framkvæma. Hópur landsliðsfólks í fimleikum mætir líka á svæðið og verður með sýningu. Að henni lokinni fá ungmenni að taka þátt og prófa undir styrkri og öruggri leiðsögn landsliðsfólksins. Einnig verður mikið framboð fyrir yngstu garpana eins og hæfileikakeppni, söngvagleði, leikjagarður, sandkastalakeppni og litlir hoppukastalar.“ Hægt er að keppa í 19 keppnisgreinum á mótinu og eru sumar þeirra frumlegar og skemmtilegar. Á kvöldin tekur svo tónlistin völdin. „Dansveit Dósa heldur uppi stuðinu á föstudagskvöldinu, Herra Hnetusmjör, Valdís Valbjörns og Emmsjé Gauti koma fram á laugardagskvöldinu og á sunnudag mæta þau Magni, Guðrún Árný ásamt Jóni Arnóri og Baldri og sjá um kvöldskemmtunina og brekkusönginn. Þá verður einnig glæsileg flugeldasýning.“ Tónlistin tekur völdin á kvöldin þar sem fjölmargir þekktir tónlistarmenn koma fram. Unglingalandsmótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og lýkur sunnudaginn 6. ágúst. Mótsgjald er kr. 8.900 kr. og innifalið í því er þátttaka í öllum keppnisgreinum á mótinu, aðgangur að öllum viðburðum á mótinu, aðgangur að öllum sundlaugum í Skagafirði. Aðgangur að tjaldsvæðið mótsins fyrir alla fjölskylduna er einnig innifalinn. Sambandsaðilar UMFÍ styrkja sumir þátttakendur á sínu svæði að hluta eða öllu leyti. Aðrir veita þátttakendur á sínu svæði ýmsan varning til viðbótar, svo sem peysur eða boli merkta sambandsaðilanum. Skráning fer fram á umfi.is og skráningarfrestur rennur út á miðnætti þann 31. júlí. Nánari upplýsingar á umfi.is.
Íþróttir barna Frjálsar íþróttir Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira