Telur enga lagaheimild fyrir framlengingu samnings við biskup Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júlí 2023 13:00 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir umboð biskups ekki til staðar samkvæmt lögum. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi hæstaréttardómari segir ákvörðun um nýjan ráðningarsamning við biskup Íslands ekki eiga sér stoð í lögum. Sá biskup sem nú sitji hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum. Biskupsritari segir í yfirlýsingu enga réttaróvissu um stöðu biskups og að hún hafi fullt umboð til að sinna þeim verkefnum sem henni eru falin þar til nýr biskup sé kjörinn. Búið sé að boða til kosninga næsta vor og þangað til hafi hún fullt umboð og ákvörðunarvald. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, er ósammála því sem kemur fram í yfirlýsingu biskups og segir ákvörðun um framlengingu ekki eiga sér stoð í lögum. Umboð og lögmæti embættis biskups hafa verið til umræðu vegna ráðningarsamnings sem gerður var við hana á sama tíma og samningur við hana um að sitja sem biskup var framlengdur um ár. Samningurinn er til 1. október á næsta ári en biskup tilkynnti sjálf um áramótin síðustu að hún ætli að hætta á næsta ári. Í yfirlýsingu frá Biskupsstofu er málið rakið og vísað til ýmissa breytinga sem hafa átt sér stað síðustu ár, eins og að biskup sé ekki lengur embættismaður og að samkvæmt nýjum lögum hafi átt að gera ráðningarsamning við alla starfsmenn kirkjunnar, sem biskup sé nú. Formlegur skipunartími biskups rann út í fyrra en forseti kirkjuþings framlengdi þá ráðningu hennar um ár. Sama dag var gerður ráðningarsamningur við hana sem rennur út í október á næsta ári. Agnes tilkynnti sjálf um áramótin að hún ætli að hætta á næsta ári. Engin lagaheimild fyrir framlengingu „Ég átta mig ekki á því með hvaða lagaheimild það var gert en það átti auðvitað bara að kjósa nýjan biskup eftir þessum lagareglum þegar að hans kjörtímabil rann út,“ segir Jón Steinar og að það hafi verið um mitt ár í fyrra. Framlenging á samningi sem hafi verið gerð þá eigi sér ekki stoð í lögum. „Þess vegna segi ég að biskupinn sem situr núna og hefur ekki verið kosinn í það embætti samkvæmt þeim reglum sem gilda, hann nýtur ekki réttarstöðu sem biskup Íslands. Mér finnst þetta bara frekar einfalt,“ segir Jón Steinar. Hann segir það sama gilda um ráðningarsamninginn sem var gerður. „Þetta er ráðningarsamningur við biskup Íslands og það getur ekkert verið að hann standist. Það verður að kjósa biskup og hann verður að vera réttilega í embætti til þess að eiga rétt á samningi um launakjör sín sem biskup.“ Stofnanir fari ekki eftir lögum Jón Steinar segir að það virðist sem kirkjuþing ráði ekki við það að fara eftir lögum „Þessi framganga kirkjuyfirvald vekur upp hugsanir um það hvort að stofnanir þjóðfélagsins séu hættar að fara eftir lögum. Mér finnst þetta þungt áhyggjuefni,“ segir Jón Steinar sem einnig hefur gagnrýnt Hæstarétt fyrir það að fara ekki eftir lögum. „Þetta vekur mikla undrun. Að kirkjuyfirvöld í landinu geti ekki farið eftir þessum skýru lagafyrirmælum um það hvernig á að kjósa biskup. Og jafnvel þótt við gefum þeim þetta eina ár þá hefði átt að kjósa í síðasta lagi á þessu ári. Það er allavega ljóst að samkvæmt þessum lagareglum, og ég skoða auðvitað ekkert annað, að biskup Íslands hefur ekki verið kjörin í embætti eins og lög kveða á um að eigi að gera,“ segir Jón Steinar og að ef það eigi að breyta einhverju í verklagi eða vinnulagi þá verði að breyta því í lögum. Hægt að hnekkja ákvörðunum biskups Jón Steinar segir að samhliða þessu ríki óvissa um embættisverk Agnesar frá því að skipunartíminn rann út í fyrra. „Ég veit ekki hvort að menn geti beitt einhverjum neyðarréttarsjónarmiðum að láta þau halda sér áfram en mér finnst það ekki mjög sannfærandi. Ef einhver vill hnekkja einhverjum ákvörðunum sem að þessi biskup hefur tekið eftir að kjörtímabil hans rann út geta menn reynt það og þá reynir á það fyrir dómstólum hvort að slíkar embættisgjörðir standist,“ segir Jón Steinar. Eins og fram kom fyrr í fréttinni segir Biskupsstofa enga réttaróvissu til staðar en þar kemur einnig fram að þau tjái sig ekki frekar um málið fyrr en niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar liggi fyrir. Nefndin hefur ákvörðun um framlengingu ráðningu biskups til skoðunar. Líklegt er að niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi september. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33 Ekki almennt verklag að tilkynna kirkjuþingi um ráðningarsamninga Pétur G. Markan biskupsritari segir ekkert óeðlilegt við ráðningarsamning Biskupsstofu við biskup til 1. október á næsta ári. Hún tilkynnti sjálf um áramótin að hún hygðist láta af störfum á næsta ári en ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að biskupskjöri í byrjun næsta árs. 25. júlí 2023 13:00 Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. 25. júlí 2023 07:42 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Biskupsritari segir í yfirlýsingu enga réttaróvissu um stöðu biskups og að hún hafi fullt umboð til að sinna þeim verkefnum sem henni eru falin þar til nýr biskup sé kjörinn. Búið sé að boða til kosninga næsta vor og þangað til hafi hún fullt umboð og ákvörðunarvald. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, er ósammála því sem kemur fram í yfirlýsingu biskups og segir ákvörðun um framlengingu ekki eiga sér stoð í lögum. Umboð og lögmæti embættis biskups hafa verið til umræðu vegna ráðningarsamnings sem gerður var við hana á sama tíma og samningur við hana um að sitja sem biskup var framlengdur um ár. Samningurinn er til 1. október á næsta ári en biskup tilkynnti sjálf um áramótin síðustu að hún ætli að hætta á næsta ári. Í yfirlýsingu frá Biskupsstofu er málið rakið og vísað til ýmissa breytinga sem hafa átt sér stað síðustu ár, eins og að biskup sé ekki lengur embættismaður og að samkvæmt nýjum lögum hafi átt að gera ráðningarsamning við alla starfsmenn kirkjunnar, sem biskup sé nú. Formlegur skipunartími biskups rann út í fyrra en forseti kirkjuþings framlengdi þá ráðningu hennar um ár. Sama dag var gerður ráðningarsamningur við hana sem rennur út í október á næsta ári. Agnes tilkynnti sjálf um áramótin að hún ætli að hætta á næsta ári. Engin lagaheimild fyrir framlengingu „Ég átta mig ekki á því með hvaða lagaheimild það var gert en það átti auðvitað bara að kjósa nýjan biskup eftir þessum lagareglum þegar að hans kjörtímabil rann út,“ segir Jón Steinar og að það hafi verið um mitt ár í fyrra. Framlenging á samningi sem hafi verið gerð þá eigi sér ekki stoð í lögum. „Þess vegna segi ég að biskupinn sem situr núna og hefur ekki verið kosinn í það embætti samkvæmt þeim reglum sem gilda, hann nýtur ekki réttarstöðu sem biskup Íslands. Mér finnst þetta bara frekar einfalt,“ segir Jón Steinar. Hann segir það sama gilda um ráðningarsamninginn sem var gerður. „Þetta er ráðningarsamningur við biskup Íslands og það getur ekkert verið að hann standist. Það verður að kjósa biskup og hann verður að vera réttilega í embætti til þess að eiga rétt á samningi um launakjör sín sem biskup.“ Stofnanir fari ekki eftir lögum Jón Steinar segir að það virðist sem kirkjuþing ráði ekki við það að fara eftir lögum „Þessi framganga kirkjuyfirvald vekur upp hugsanir um það hvort að stofnanir þjóðfélagsins séu hættar að fara eftir lögum. Mér finnst þetta þungt áhyggjuefni,“ segir Jón Steinar sem einnig hefur gagnrýnt Hæstarétt fyrir það að fara ekki eftir lögum. „Þetta vekur mikla undrun. Að kirkjuyfirvöld í landinu geti ekki farið eftir þessum skýru lagafyrirmælum um það hvernig á að kjósa biskup. Og jafnvel þótt við gefum þeim þetta eina ár þá hefði átt að kjósa í síðasta lagi á þessu ári. Það er allavega ljóst að samkvæmt þessum lagareglum, og ég skoða auðvitað ekkert annað, að biskup Íslands hefur ekki verið kjörin í embætti eins og lög kveða á um að eigi að gera,“ segir Jón Steinar og að ef það eigi að breyta einhverju í verklagi eða vinnulagi þá verði að breyta því í lögum. Hægt að hnekkja ákvörðunum biskups Jón Steinar segir að samhliða þessu ríki óvissa um embættisverk Agnesar frá því að skipunartíminn rann út í fyrra. „Ég veit ekki hvort að menn geti beitt einhverjum neyðarréttarsjónarmiðum að láta þau halda sér áfram en mér finnst það ekki mjög sannfærandi. Ef einhver vill hnekkja einhverjum ákvörðunum sem að þessi biskup hefur tekið eftir að kjörtímabil hans rann út geta menn reynt það og þá reynir á það fyrir dómstólum hvort að slíkar embættisgjörðir standist,“ segir Jón Steinar. Eins og fram kom fyrr í fréttinni segir Biskupsstofa enga réttaróvissu til staðar en þar kemur einnig fram að þau tjái sig ekki frekar um málið fyrr en niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar liggi fyrir. Nefndin hefur ákvörðun um framlengingu ráðningu biskups til skoðunar. Líklegt er að niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi september.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33 Ekki almennt verklag að tilkynna kirkjuþingi um ráðningarsamninga Pétur G. Markan biskupsritari segir ekkert óeðlilegt við ráðningarsamning Biskupsstofu við biskup til 1. október á næsta ári. Hún tilkynnti sjálf um áramótin að hún hygðist láta af störfum á næsta ári en ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að biskupskjöri í byrjun næsta árs. 25. júlí 2023 13:00 Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. 25. júlí 2023 07:42 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33
Ekki almennt verklag að tilkynna kirkjuþingi um ráðningarsamninga Pétur G. Markan biskupsritari segir ekkert óeðlilegt við ráðningarsamning Biskupsstofu við biskup til 1. október á næsta ári. Hún tilkynnti sjálf um áramótin að hún hygðist láta af störfum á næsta ári en ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að biskupskjöri í byrjun næsta árs. 25. júlí 2023 13:00
Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. 25. júlí 2023 07:42