Höskuldur: Mikil tilhlökkun í eiginlega öllu landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 13:30 Höskuldur Gunnlaugsson fagnar marki í Evrópukeppninni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur verið sjóðandi heitur í Evrópukeppninni í sumar og er búinn að skora fjögur mörk í leikjunum fjórum. Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar vilja sjá hvernig þeir standa á móti stærsta liðinu í Skandinavíu. Mikill áhugi og spenningur „Það er mikil tilhlökkun, maður finnur það hjá leikmannahópnum og eiginlega öllu landinu. Það er mikill áhugi og spenningur fyrir þessum leik og þessu einvígi. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt. Mikil fríðindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi Breiðabliks fyrir leikinn. „Þetta er óumdeilanlega stærsta liðið í Skandinavíu. Þetta eru Danmerkumeistararnir og með sína sögu. Þeir eiga góða sögu í Evrópufótbolta og eru á því kalíberi. Meginlandslið ef svo má segja. Út af því held ég að fólk sé almennt spennt sem og leikmenn að fá að máta sig við þá og sjá hvar við stöndum. Sjá hvernig við komum út á móti stærsta liðinu í Skandinavíu,“ sagði Höskuldur. FC Kaupmannahöfn missti á dögunum íslenska landsliðsmanninn Hákon Haraldsson sem var seldur til franska félagsins Lille. Þetta er engu að síður vel mannað og afar sterkt lið. Býst við einhverjum óþekktum Hákonum „Þeir eru eflaust með unga og uppalda innan sinna raða sem maður veit ekki af. Einhverja Hákona til dæmis. Við búumst við því að þeir séu ekkert veikari en þeir hafa verið undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. „Við þurfum að nýta okkur það að við byrjum einvígið hér á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel og þekkjum hvern annan vel. Vitum hvernig boltinn hagar sér og með fólkið að styðja við bakið á okkur. Það er mikilvægt að vera við sjálfir, hugrakkir, stíga hátt upp á þá og vera agressífir. Hugrakkir og þora. Byrja þannig. Það verður að vera nálgunin,“ sagði Höskuldur. Bein tenging inn til okkar Það eru tveir íslenskir leikmenn í liði FCK, þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson sem er auðvitað sonur þjálfara Breiðabliks, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það er skemmtilegt og skapar tengingu. Beina tengingu inn til okkar. Ég held að Skaginn, allir sem einn, voru að reyna að tryggja sér miða. Ég held að það sé mjög mikil tilhlökkun og sökum þess er meiri spenna og enn meiri áhugi fyrir þessum viðburði,“ sagði Höskuldur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Höskuldur: Vitum hvernig boltinn hagar sér hér Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar vilja sjá hvernig þeir standa á móti stærsta liðinu í Skandinavíu. Mikill áhugi og spenningur „Það er mikil tilhlökkun, maður finnur það hjá leikmannahópnum og eiginlega öllu landinu. Það er mikill áhugi og spenningur fyrir þessum leik og þessu einvígi. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt. Mikil fríðindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi Breiðabliks fyrir leikinn. „Þetta er óumdeilanlega stærsta liðið í Skandinavíu. Þetta eru Danmerkumeistararnir og með sína sögu. Þeir eiga góða sögu í Evrópufótbolta og eru á því kalíberi. Meginlandslið ef svo má segja. Út af því held ég að fólk sé almennt spennt sem og leikmenn að fá að máta sig við þá og sjá hvar við stöndum. Sjá hvernig við komum út á móti stærsta liðinu í Skandinavíu,“ sagði Höskuldur. FC Kaupmannahöfn missti á dögunum íslenska landsliðsmanninn Hákon Haraldsson sem var seldur til franska félagsins Lille. Þetta er engu að síður vel mannað og afar sterkt lið. Býst við einhverjum óþekktum Hákonum „Þeir eru eflaust með unga og uppalda innan sinna raða sem maður veit ekki af. Einhverja Hákona til dæmis. Við búumst við því að þeir séu ekkert veikari en þeir hafa verið undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. „Við þurfum að nýta okkur það að við byrjum einvígið hér á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel og þekkjum hvern annan vel. Vitum hvernig boltinn hagar sér og með fólkið að styðja við bakið á okkur. Það er mikilvægt að vera við sjálfir, hugrakkir, stíga hátt upp á þá og vera agressífir. Hugrakkir og þora. Byrja þannig. Það verður að vera nálgunin,“ sagði Höskuldur. Bein tenging inn til okkar Það eru tveir íslenskir leikmenn í liði FCK, þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson sem er auðvitað sonur þjálfara Breiðabliks, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það er skemmtilegt og skapar tengingu. Beina tengingu inn til okkar. Ég held að Skaginn, allir sem einn, voru að reyna að tryggja sér miða. Ég held að það sé mjög mikil tilhlökkun og sökum þess er meiri spenna og enn meiri áhugi fyrir þessum viðburði,“ sagði Höskuldur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Höskuldur: Vitum hvernig boltinn hagar sér hér
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira