Ekki upplifun ON að erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2023 22:54 Guðjón var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Vilhelm/Orka náttúrunnar Guðjón Hugberg, tæknistjóri hleðsluþjónustu hjá Orku náttúrunnar, segir ekki upplifun fyrirtækisins að „rosalega“ erfitt sé að komast um landið á rafmagnsbíl vegna skorts á rafhleðslustöðvum. Guðjón var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann rafbílavæðinguna á Íslandi hafa gengið vel fyrir sig enn sem komið er. „Það er ekki okkar upplifun hjá Orku náttúrunnar að það sé rosalega erfitt að komast um landið þessa dagana, það séu ekki að myndast miklar raðir eða svoleiðis, sérstaklega núna þegar fólk er komið í sumarfrí,“ segir Guðjón. „Við höfum hvatt fólk til að hlaða til næstu ferðar, þannig að ef þú þarft ekki að fylla bílinn alveg, ert á leiðinni heim eða annað, að hlaða til næstu ferðar. Það er líka hagkvæmast fyrir fólk,“ segir Guðjón. Þá hvetur hann fólk til þess að sýna tillitsemi og náungakærleik þegar mikið er að gera. „Nú er næstu fasi hjá orku náttúrunnar, svo ég tali bara fyrir okkur, að byggja stærri stöðvar og fleiri tengi þannig að þú eigir meiri líkur á því að ganga að lausu tengi. Og þá erum við að tala um tíu plús tengi á hverri einustu staðsetningu og svona uppbygging tekur svolítið lengri tíma, og það vantar kannski aðeins þol fyrir sveitarfélög að úthluta lóðir fyrir þá sem eiga þær ekki.“ Hann bætir við að misvel gangi að fá úthlutaðar lóðir undir hleðslustöðvar frá sveitarfélögum. Aðspurður hve langan tíma taki að byggja rafhleðslustöð segir hann það flóknara nú en áður. „Þegar blek er komið á blað þarf að hanna þetta út frá flæði og allskonar hlutum núna sem við þurftum ekki að gera áður. Og hvernig við komum stærri bílum að, nú eru komnar rútur á rafmagn og flutningabílar.“ Ferlið sé því tímafrekara nú Er nóg til af rafmagni? „Það er nóg til af rafmagni, sums staðar er dreifikerfið ekki alveg nógu sterkt en heilt á litið stöndum við mjög vel á Íslandi, varðandi hvað hægt sé að gera í þessum efnum.“ Guðjón segir að ef uppbygging rafbíla væri hröð þá myndu fleiri fjárfesta í rafbíl, en aftur á móti væri engin uppbygging innviða fyrir rafbíla, væru þeir ekki í umferð „Þannig að þetta er svolítið eggið og hænan vandamál en það sem ég hef sér undanfarið þá er mikill metnaður hjá þeim sem hafa verið að byggja upp hraðhleðslustöð, sem eru fjölmargir,“ segir hann. Hann segir ON nú horfa til þess að styrkja þjóðveg eitt. Fyrirhuguð hafi verið bygging á rafhleðslustöð á Egilsstöðum sem ekki hafi gengið upp. „Það er ekkert rosalega mikið rafmagn frá Egilsstöðum að Mývatni, svo sú leið er alltaf frekar erfið.“ Nú sé meðal annars horft til bætinga á Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi. Reykjavík síðdegis Orkumál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Guðjón var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði hann rafbílavæðinguna á Íslandi hafa gengið vel fyrir sig enn sem komið er. „Það er ekki okkar upplifun hjá Orku náttúrunnar að það sé rosalega erfitt að komast um landið þessa dagana, það séu ekki að myndast miklar raðir eða svoleiðis, sérstaklega núna þegar fólk er komið í sumarfrí,“ segir Guðjón. „Við höfum hvatt fólk til að hlaða til næstu ferðar, þannig að ef þú þarft ekki að fylla bílinn alveg, ert á leiðinni heim eða annað, að hlaða til næstu ferðar. Það er líka hagkvæmast fyrir fólk,“ segir Guðjón. Þá hvetur hann fólk til þess að sýna tillitsemi og náungakærleik þegar mikið er að gera. „Nú er næstu fasi hjá orku náttúrunnar, svo ég tali bara fyrir okkur, að byggja stærri stöðvar og fleiri tengi þannig að þú eigir meiri líkur á því að ganga að lausu tengi. Og þá erum við að tala um tíu plús tengi á hverri einustu staðsetningu og svona uppbygging tekur svolítið lengri tíma, og það vantar kannski aðeins þol fyrir sveitarfélög að úthluta lóðir fyrir þá sem eiga þær ekki.“ Hann bætir við að misvel gangi að fá úthlutaðar lóðir undir hleðslustöðvar frá sveitarfélögum. Aðspurður hve langan tíma taki að byggja rafhleðslustöð segir hann það flóknara nú en áður. „Þegar blek er komið á blað þarf að hanna þetta út frá flæði og allskonar hlutum núna sem við þurftum ekki að gera áður. Og hvernig við komum stærri bílum að, nú eru komnar rútur á rafmagn og flutningabílar.“ Ferlið sé því tímafrekara nú Er nóg til af rafmagni? „Það er nóg til af rafmagni, sums staðar er dreifikerfið ekki alveg nógu sterkt en heilt á litið stöndum við mjög vel á Íslandi, varðandi hvað hægt sé að gera í þessum efnum.“ Guðjón segir að ef uppbygging rafbíla væri hröð þá myndu fleiri fjárfesta í rafbíl, en aftur á móti væri engin uppbygging innviða fyrir rafbíla, væru þeir ekki í umferð „Þannig að þetta er svolítið eggið og hænan vandamál en það sem ég hef sér undanfarið þá er mikill metnaður hjá þeim sem hafa verið að byggja upp hraðhleðslustöð, sem eru fjölmargir,“ segir hann. Hann segir ON nú horfa til þess að styrkja þjóðveg eitt. Fyrirhuguð hafi verið bygging á rafhleðslustöð á Egilsstöðum sem ekki hafi gengið upp. „Það er ekkert rosalega mikið rafmagn frá Egilsstöðum að Mývatni, svo sú leið er alltaf frekar erfið.“ Nú sé meðal annars horft til bætinga á Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi.
Reykjavík síðdegis Orkumál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira