Fögnuður bandarísku stelpnanna var tileinkaður föllnum liðsfélaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 14:00 Sophia Smith skoraði tvö mörk í fyrsta leik bandaríska landsliðsins á HM. Getty/Robin Alam Sophia Smith skoraði fyrsta mark bandaríska landsliðsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta og fagnaði markinu með sérstökum hætti. Nú vitum við af hverju. Smith fagnaði markinu með því að renna aftur fyrir munninn sinn eða „zip your lips“ upp á enska tungu. Sjónvarpsvélarnar náðu reyndar fögnuðinum ekki nógu vel en Smith var þarna að tileinka markið sitt föllnum liðsfélaga. Naomi Girma makes her World Cup debut today for the @uswnt, but she's doing it without her best friend.On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. This is for her. (via: @PlayersTribune) pic.twitter.com/780qdsN6N4— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) July 21, 2023 Sú heitir Katie Meyer og lék með Sophiu Smith og Naomi Girma hjá Stanford háskólanum. Meyer féll fyrir eigin hendi á síðasta ári. Girma og Meyer voru mjög góðar vinkonur. Naomi Girma ræddi við fjölmiðlamenn í dag og sagði frá hvað þær voru að hugsa. ESPN sagði frá. „Við sögðum að ef einhver okkar skoraði, líklega hún [Smith], þá myndum við fagna svona. Þetta var önnur leið fyrir okkur til að heiðra minningu hennar,“ sagði Naomi Girma. On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. For @naomi_girma, this is bigger than soccer.The @USWNT defender wrote about her best friend s life and continuing her legacy. https://t.co/uRadYpjDba— The Players' Tribune (@PlayersTribune) July 18, 2023 Meyer, sem var markvörður, tryggði Stanford háskólatitilinn 2019 með því að verja víti í vítakeppni í úrslitaleiknum. Hún fagnaði þá með því að renna fyrir munninn sinn. Smith og Girma voru þá liðsfélagar hennar. Meyer tók sitt eigið líf í mars 2022 og síðan þá hafa Smith og Girma gert allt sitt til að auka skilning á mikilvægi þess að hugsa vel um geðheilsu íþróttafólks. „Það eru margir leikmenn að tala um andlega heilsu, við meðtaldar, því við sjáum þetta sem gott tækifæri til að setja hluti í sviðsljósið sem skipta okkur máli. Þetta málefni hefur átt sér samastað í innsta kjarna liðsins í langan tíma og því er mikilvægt fyrir okkur að halda umræðunni áfram,“ sagði Girma. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir bæði mig Soph,“ sagði Girma. Naomi Girma on Sophia Smith's celebration in honor of Katie Meyer. #USWNT #FIFAWWC pic.twitter.com/9eznqyocyr— Meg Linehan (@itsmeglinehan) July 24, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Smith fagnaði markinu með því að renna aftur fyrir munninn sinn eða „zip your lips“ upp á enska tungu. Sjónvarpsvélarnar náðu reyndar fögnuðinum ekki nógu vel en Smith var þarna að tileinka markið sitt föllnum liðsfélaga. Naomi Girma makes her World Cup debut today for the @uswnt, but she's doing it without her best friend.On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. This is for her. (via: @PlayersTribune) pic.twitter.com/780qdsN6N4— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) July 21, 2023 Sú heitir Katie Meyer og lék með Sophiu Smith og Naomi Girma hjá Stanford háskólanum. Meyer féll fyrir eigin hendi á síðasta ári. Girma og Meyer voru mjög góðar vinkonur. Naomi Girma ræddi við fjölmiðlamenn í dag og sagði frá hvað þær voru að hugsa. ESPN sagði frá. „Við sögðum að ef einhver okkar skoraði, líklega hún [Smith], þá myndum við fagna svona. Þetta var önnur leið fyrir okkur til að heiðra minningu hennar,“ sagði Naomi Girma. On March 1, 2022, Katie Meyer died by suicide. For @naomi_girma, this is bigger than soccer.The @USWNT defender wrote about her best friend s life and continuing her legacy. https://t.co/uRadYpjDba— The Players' Tribune (@PlayersTribune) July 18, 2023 Meyer, sem var markvörður, tryggði Stanford háskólatitilinn 2019 með því að verja víti í vítakeppni í úrslitaleiknum. Hún fagnaði þá með því að renna fyrir munninn sinn. Smith og Girma voru þá liðsfélagar hennar. Meyer tók sitt eigið líf í mars 2022 og síðan þá hafa Smith og Girma gert allt sitt til að auka skilning á mikilvægi þess að hugsa vel um geðheilsu íþróttafólks. „Það eru margir leikmenn að tala um andlega heilsu, við meðtaldar, því við sjáum þetta sem gott tækifæri til að setja hluti í sviðsljósið sem skipta okkur máli. Þetta málefni hefur átt sér samastað í innsta kjarna liðsins í langan tíma og því er mikilvægt fyrir okkur að halda umræðunni áfram,“ sagði Girma. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir bæði mig Soph,“ sagði Girma. Naomi Girma on Sophia Smith's celebration in honor of Katie Meyer. #USWNT #FIFAWWC pic.twitter.com/9eznqyocyr— Meg Linehan (@itsmeglinehan) July 24, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira